Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Side 24

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Side 24
94 HANN KUNNI TÖKIN N. Kv. aður; — liann bjó í litlu húsi við Sheplord Market, skammt frá Mayfair, — að hann heyrði eitthvert þrusk fyrir neðan sig, allra líkast því, að þjófur væri þar á ferð. Hann þaut upp úr rúminu, albúinn til jtess að ganga ofan, en þá upgötvaði liann, sér til mikiílar skelfingar, að fætur hans tóku til að riða undir honum, neituðu að bera hann, og tennurnar í munni hans glömruðu af hræðslu. Nú var Pétur í raun og veru álls ekki smeykur og reyndi að hlæja að sjálfum sér. En nú voru taugarnar, sem höfðu náð allri stjórn á líkamanum; gilti einu þótt skyn- semin fullvissaði liann um, að hann væri enginn hujgleysingi, þá duldist lionum ekki það gagnstæða. Nú sá hann, að vinir hans höfðu haft rétt fyrir sér, og að eitthvað varð að gera, þess vegna lét hann skrásetja sig sem sjúkling á einkalækningahæli Collins prófessors, sem var fyrir taugaveiklað fólk. — Eg þekki yður vitanlega framúrskar- andi vel, sagði prófessorinn fyrsta daginn, þegar liann var á sjúkravitjunargöngu sinni, — og eg hef líka fundið, hvað við yður skal gera. — Hvað er það, sem gengur að mér, herra prófessor? — Það er ekki jDannig, að auðvelt sé að skýra frá því. Það eru taugar yðar. Þér þurf- ið fyrst og fremst að hafa næði. Yður er bannað að hafa bækur hjá yður. — Það mátti eg nú vita! — Aukþess megið þér ekkert fást við iðju yðar, og nú í hálfan mánuð, til að byrja með, drekkið þér úr þessu glasi þrisvar á dag. — Og um leið benti hann á drykkjar- glas með dökkum vökva í, sem stóð á borð- inu við rúmið. — Ekki viðkomandi, sagði Pétur, — það er að segja: í hreinskilni sagt, hr. prófessor. hef eg reynt að drekka þessa viðurstyggilegu lyfjablöndu, sem þér hafið verið svo góður að ætla mér, en jjað er mér alls ekki unnt. Eg er enginn þverhöfði, en mér er jrað í blóðið borið að liafa megna óbeit lxeði á lyfjum og sjúkrahúsum. Einungis við að liugsa til þess gerir rnaginn í ntér uppreisn. Nei! Nei! Hið eina. sem eg hef not af hér, er aðeins \ ikti næði, og því næst verð eg að taka til minnar fyrri iðju aftur. Eltir hálfan mánuð t erður bókin mín að vera tilbúin. — Hér verðið þér undir rninni umsjá í hálfan mánuð, og því næst takið þér yður skemmtiferð til Japan uin þriggja vikna tíma. — Aldrei, að mér heilum og lifandi, pró- fessor Collin! Það er alltof mikil tímaeyðsla. — Þér farið nú samt þá ferð, sagði pró- fessorinn. Pétur hló. — Hverju viljið j:>ér veðja um það? — Hundrað krónurn. — Eg geng að því, jafnvel þótt þér gerið mér reikning, ef þér tapið. — Það er um að gera að hafa næði, sagði prófessorinn í því að hann gekk út úr her- berginu. Eftir vikuna var Pétur O’Galley orðinn samgróinn háttum og venjum sjúkrahælis- ins. Klukkan sex var hann vakirin með tei, klukkan níu fékk hann hafragraut á diski og tvær arsenikplötur — sem æfinlega komu upp úr honum aftur. Viðbjóður hans á lyfj- um hafði ekkert dvínað — og klukkan tólf t'ar honum borinn miðdegisverður. Frá klukkan eitt til hálf tvö var hann í Röntgen- deildinni, Jrar sem hann var gegnumlýstur með kynlegum lömpum, og frá klukkan tvö til sex var hvíldartími hans, og mátti þá enginn trufla hann né koma inn til hans, nema liann hringdi. Það var leiðinlegasti hluti dagsins. Klukkan fimm fékk hann leyfi til að fara altur á fætur, ganga um gólf í herberginu og neyta kvöldverðarins al- klæddur. Og klukkan átta skyldi hann ganga til svefns. Og þessu andsytggilega, dökka lyfi, sem honurn var fært í drykkjarglasi á

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.