Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Qupperneq 25

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Qupperneq 25
N. Kv. H-ANN KUNNI TÖKIN 9í> hverjum morgni, hellti hann þrisvar á degi hverjnm í skólprennuna. Nú gekk það eins til með Pétur eins og alla þá, sent liggja á sjúkrahúsum, að það smávægilega, sem varla er leidd athygli að svona venjulega, ler naumast fram hjá aug- um þeirra og eyrum. — Á morgnana, þegar liann er vakinn, lifir ennþá á strætislömpun- um. Hann gat séð einn úr herbergisglugg- anum sínum, og liann vissi jafnframt, að um Ieið og slökkt var á honum, þá liðu ekki nema nokkrar mínútur, þangað til hann sá ljós í forstofuglugganum á hvíta skrauthýs- inu hinum megin við strætið. Það var af- langur gluggi, sem tók yfir báðar lofthæðirn- ar; og skömmu eftir að ljósið var kveikt, gat hann að líta kvenveru, klædda í Kimono, ganga upp stigann. Eftir það var ljósið slökkt. Tutttugu mínútum síðar kom hefð- armeyjan aftur niður stigann, klædd ferða- búningi og með tösku í hendi. Því næst fór hún út í gegnum garðinn, og settist í tveggja manna bifreið, sem stóð þar, og ók í burtu. Það var Pétri hreinasta ráðgáta, hvers vegna hún var svo snemma á fótum. Á skrifstofu vann littn ekki. Hvernig vék þessu við? Tvo. til þrjá legudagana fyrstu var það aðal-and- ansiðja hins natntræga manns, sem hlotið hafði Nobelsverðlaun, að hugsa um, livað Iiann fengi til miðdegisverðar dag hvern. Hann greip því með ákefð eftir þessari ungu stúlku, það er að segja, hann fór að hugsa um hana á ýmsan hátt. Hann eignaði henni alls konar glæsilega eiginleika, því að þetta var í raun og veru í fyrsta skipti, sem hann hafði notaðsinn nafnfræga heila til að hugsa um fríðara kynið, það er að segja á þann hátt, sem liann nú gerði. Annað hvort voru stúlkur giftar, t. d. vinum lians, eða þær unnu á skrifstofum og töluðu um jafnrétti kvenna gagnvart karlmönnum. En að það væru til ungar stúlkur, sem færu svo snemma á fætur, að þær væru alklæddar og þotnar af stað í bílum sínum, til að taka þátt í einhverri leyndardómsfullri iðju, áður en klukkan var orðin sjö að morgni, það var það, sem kom svo flatt upp á Pétur. — Þegar Pétur var korninn úr ljósunum, var andbýl- ingur hans kominn lieim aftur, setztur við gluggann og var að borða morgunverðinn sinn. Þegar hún hafði lokið máltíðinni, kveikti hún sér í vindlingi, stóð nokkra stund út við gluggann og blíndi, að því er virtist mjög hugsandi, niður á götuna. Þessu næst klæddist hún hvítum kyrtli og fór út úr herberginu. Hvert? Til livers? hvers vegna? Á áttunda degi gerðist hið óvænta. Vin- konan hans ókunna veifaði til hans! Um það var ekki að villast. Herbergið, sem hann lá í, var í öðrum enda hússins, og þar ofan við var skrifstofa prófessorsins. Hér gat því ekki verið um annan að ræða. Hann brá sér því upp úr rúminu, hljóp að glugganum og veifaði á móti. Ungu stúlkuna rak í roga- stanz, og hún hætti að veifa, en Pétur sneri til hvílu sinnar í meira lagi sneyptur. Daginn eftir fór á sömu leið. Stúlkan kom og veifaði með sólskinsbros á vörum. Aftur fór Pétur upp úr rúminu að glugganum og veifaði á móti. Og í þetta skipti hélt lnin ekki einungis áfram að veifa til hans, held- ur gaf hún honum ótvírætt til kvnna með látbragði sínu, að hún vildi að hann kæmi ylir um til hennar. Nú stóð þannig á ,að komið var að þeim tíma, sem hann skyldi hafa fullkomið næði. Honunt gafst þ\í tækifæri til að hugsa um á hvern veg lrann gæti framkvæmt þetta. Ekki gat hann farið hina venjulegu leið út úr liúsinu, því að dyravörðurinn hefði stöðvað hann þegar í stað, jafnvel þótt svo vel hefði tekizt til, að hann kæmist óséður til útidyr- anna. Hann varð að klifra út um gluggann. Og hugsunin um það fyllti hann stráksleg- um gáska. Það var þó meira en lítið gaman að geta leikið á prófessorinn, þennan stranga og gætna mann. Það væri álitið, að hann lægi fyrir og svæfi svefni hinna rétt- látu, einmitt þegar hann í raun og veru 12*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.