Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Síða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Síða 29
N. Kv. HANN KUNNI TÖKIN 99 Er liann hefur lýst skemmtilega ferðinni yfir Hvítá, heldur hann áfram ferðasögu sinni á þessa leið: ,,.... Er við nálguðumst Hruna og sáum til bæjar, birti upp og gerði glaða sólskin og fegursta veður. Framundan okkur blöstu við oss grænar engjar, þar sem karlar og konur kepptust við heyskapinn. Heyiðum við suma syngja við vinnu sína. Og er eg sam- tímis sá litlu sveitakirkjuna rétt framundan. ienaðinn á beit í ásunum, og nautgripi niðri í dalnum, virtist mér allt þetta svo dásam- lega hrífandi mynd af friðsælu sveitalífi, að eg hef tæplega fegurri augum litið; og allt umhverfið grænt og grasi vafið virtist and- mæla kröftuglega því öfugmæli, að land þetta skuli vera nefnt jafn fjarstæðu og kuldalegu nafni sem Island!" Þar eð veður var svo gott, og enn langt til kvölds, ákváðu þeir félagar að lialda áfram að Þjórsárholti, en þar var ferjustaður á Þjórsá. Á leiðinni komu þeir að fjárskilarétt Hreppamanna, og verður hún Coles allyæki- legt umræðuefni. Lýsir hann réttinni allná- kvæmlega og sýnir teikningu af henni og skýrir síðan furðulega vel frá fjárhirðingu yfirleitt, frá vori til hausts, ásamt fjallgöng- unr og fjárskilum o. s. frv. Að Þjórsárholti komu þeir kl. 8 síðdegis. Gufubaðið i Þjórsárholti. Eftir að hafa tjaldað á hagkvæmum bletti fór Coles að leita að sjálfgerðu gulubaði skammt frá bænum. Segist honum svo frá: „Eg hafði fengið slæman hósta, rétt áður en eo- fór að heiman, 02; hafði liann versnað á ferðinni, o<>- svo var e°' einnig tekinn að fá slæm gigtarflog af því að liggja i tjaldi á kaldri jörð við ónógan aðbúnað. Og er fylgdarmaður minn minntist á bað þetta, ásetti eg mér að reyna lækningamátt þess.“ Coles fann brátt kofann skammt frá bæn- um. Var þetta lélegur torfkofi og lítill, um 6x3 fet að innanmáli og 4 fet á hæð. Hafði kofinn verið byggður yfir mjóa sprungu í klöpp eða klettabungu, og streymdi gufan þar upp tir. Fjöl eða bekkur til að sitja á lá þvert ylir sprunguna. Segir nú mr. Coles frá: „Eg afklæddi mig nú í snatri og smaug inn um gat það, er dyr átti að heita, og settist á fjölina rétt uppi yfir sprungunni. Inni var kolniðamyrkur, og hvæsið og skvampið í hvernum minnti mig óskemmtilega á gosin í Strokk! Eg var samt ákveðinn í aðreyna til þrautar mátt hversins og sat sem fastast, unz eg var nærri því soðinn í mauk, flýtti mér síðan í fötin og hljóp sem fætur toguðu Iieim aftur að tjaldi. Þar beið mín ágætur kvöld- verður, kaffi, lambasteik og skyr, og gerði eg því öllu góð skil. — Síðan vafði eg tepp- um mínum vel utan um mig og sofnaði fljótt og fast. Morguninn eftir var hóstinn nærri horfinn, og þótt eg hefði áður öðru hvoru verið tekinn að þjást af allslæmum gigtarflogum, hef eg aldrei síðan fundið minnsta snefil til þeirra. — Mér er sagt, að þetta liafi aðeins verið hrein tilviljun; jæja, við því hef eg ekki annað svar en það, að þá hafi það verið blessunarrík tilviljun fyrir mig!“ Hekluförin. Daginn eltir var lagt snemrna af stað, og hestarnir sundlagðir í Þjórsá. Vorkenndi Coles þeim í ísköldu jökulfljótinu. Héldu þeir síðan að Galtalæk, því að Jón, bóndi J^ar, var fylgdarmaður ferðamanna á Heklu um Jaessar mundir. Var liann fjarverandi um daginn, og urðu J)eir að bíða hans til kvölds. Gistu Jreir þar næstu nótt og áttu þar góða nótt, segir Coles. Hefur liann teiknað ágæta skýra ntynd af þessum velbyggða og reisu- lega sveitabæ, og er hún í bókinni. Eru þar í röð: Heygarður, smiðja, skemrna, baðstofa.. bæjardyr, gestastofa, og loks mjólkurbúr. Að baki er allmikill heygarður. . . . Morguninn eftir var lagt af stað í Heklu- förina. Var riðið eins langt og fært var með 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.