Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Síða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Síða 44
114 BÆKUR N. Kv. Njörður Snœhólm: Á knfhátavcið- urn. Reykjavík 1949. ísafoldar- prentsmiðja. Höfundur bókarinnar var í norska hern- um í síðustu heimsstyrjöld, og skýrir jjar frá nokkrum minningum sínum frá þeim árum. Nafn bókarinnar er að nokkru leyti villandi, því að langminnstur hluti hennar fjallar um kafbátaveiðar, enda tók höf. ekki veru- legan þátt í þeim, þótt hann v.eri í fliig- hernum. Ekki verður hjá Jrví komizt, að les- andinn verði fróðari eftir um lif norska hersins.á útlegðarárum hans, en samt er eins og frásögnina vanti þá fyllingu, er gefur Itenni líf og liti. Magnús Gislason: A hvalveiða- stöðvum. Reykjavík 1949. ísafokl- arprentsmiðja. Um og eftir síðustu aldamót voru hval- veiðar Norðmanna merkilegur þáttur í at- vinnulífi íslendinga. Á hverju vori leituðu verkamenn á hvalveiðastöðvarnar, Hkt og síðar í síldarverksmiðjurnar, og þótt kaup- gjald væri þar lágt, mun atvinna sú, er hval- veiðarnar sköpuðu, Jvó hafa átt nokkurn Jvátt í að bæta kjör verkamanna. En hvalirnir gengu til þurrðar, og atvinnugrein þessi lagðist niður laust fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina. Nýjar atvinnugreinar komu til sögunn- ar, og kalla mátti, að með hválveiðunum lyki erlendum stóratvinnurekstri hér á landi. Nú fer þeim mönnum óðum fækk- andi, sem muna hvalveiðar Norðmanna, pg smám saman er saga Jveirra að hverfa í djúp gleymskunnar. Það er Jdví góðra gjalda vert, að Magnús Gíslason, sem vann á hvalveiða- stöðvum meira en tug ára, hefur skrásett minningar sínar og birt í snoturri bók. Frá- sögn Magnúsar er lipur og gefur góða hug- mynd um Hfið á hvalveiðastöðvunum, eink- um vinnubrögð og allan aðbúnað verka- manna. Mun það síðar þykja merkur þáttur í menningarsögu landsins. Þá er lítilsháttar skýrt frá æfi þeirra íslendinga, sem fylgdu hinum norsku hvalveiðimönnum til Suður- hafa, bæði í Suður-Georgíu og Suður-Af- ríku. Loks segir liöf.'frá ferð þeirra tveggja félaga til Noregs og Danmerkur. Er ferða- saga sú bragðminnsti hluti bókarinnar, en merkileg að því leyti, að hún sýnir, livað fróðleiksfúsa alþýðumenn fýsti einkum að sjá og skoða. Og hollt væri Jreim, sem nú leggja leiðir sínar til útlanda, að kynna sér, hversu Jressir tveir verkamenn fóru að því að gera sér ferðina að menningarauka, þótt flest væri sparað, og farareyrir af skorn- um skammti. í stuttu máli sagt. er bókin skemmtileg heimild um líf íslenzkra alþýðu- manna í upphafi jiessarar aldar, og eiga höf- undur og útgefandi Jrakkir skildar fyrir. Asmundur Helgason frá Bjargi; Á sjó og landi. Reykjavík 1949. ísafoldarprentsmiðja. Ásmundur Helgason frá Bjargi er íslenzk- nm lesendum að góðu kunnur at greinum og söguþáttum, er birzt haf’a í blöðum og tímaritum. í bók J^essa hefur Itann safnað í heild endurminningum sínum, og hafði hann gengið frá handritinu að mestu. áður en hann lézt síðastl. vor. Enda þótt hér sé ekki um að ræða sögu stórra atburða, kennir hér margra góðra grasa. Höf. lýsir nákvæmlega ýmsum Jsátt- um úr lífi alþýðumanna á Austfjörðum á síðustu áratugum 19. aldar og framan af hinni 20., einkum er gerð góð grein fyrir því, er að sjósókn lýtur. Þá eru fróðlegir þættir um síra Hallgrím á Hólmum og stofn- un fríkirkjusafnaðarins í Reyðarfirði. Frásögn höf. er látlaus, en frernur sviplít- il, hann er hófsamur í dómum, og' latxs við illkvitni og sjálfhælni, sem sumum hættir til, er Jreir rita endurminningar sínar. Ekki er á mínu færi, að dærna um rétthermi höf., en frásögnin öll vekur traust á höi. og vilja hans til að skýra satt og rétt frá mönnum og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.