Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Qupperneq 54

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Qupperneq 54
XII. AUGLÝSINGAR N. Kv. k LESIÐ íslendingasögurnar... „Þar getur sá, er kann að hagnýta sér þær, margt gullkornið funclið. Því það má með sanni segja, að í sögum vorum sé fólginn einn liinn helzti andlegi fjársjóður þjóðarinnar. Þær glæða tilfinnig fyrir fögru máli og búningsíþrótt, þær vekja ást á frelsi, dug og drengskap og öðrum mannkostum, en andstygð á áþján, lævísi og lítilmennsku. Þær bregða upp fyrir oss hinum margbreyttustu myndum úr félagslífinu. Þær sýna oss meðferð barnsins í vöggunni. unglinginn temja sér íþróttir á leikvellinum, brúðhjónin í veizlusalnum, bóndann við vinnuna, víkinginn á skeið sinni, kappann á hólminum, dómarann og löggjafann á þinginu, og soninn strengja þess heit við erfiölið, áður en liann dirf- ist að setjast í hið auða öndvegi föður síns, að verða ekki ættleri. Þær sýna hve holl áhrif tíðir mannfundir og alls konar skenrmtanir geta haft á félagslífið, og hve mikið táp, fjör og atorka getur upp af því vaxið. Er þá hægt að hugsa sér öllu hentugri og hollari bækur til að svala fróðleiksþorsta uppvaxandi unglinga en þessar sögur? Vér efumst unr það, þó þær séu auðvitað ekki ein- hlítar sem menntameðal. Mundu þær ekki betur en flest annað hvessa sjón unglings- ins fyrir því, hve langt vér erum orðnir á eftir öðrum þjóð- um frá því, sem var á söguöldinni, og lrvísla því í eyra lron- um, að hann geti ekki kinnroðalaust sezt í sæti þessara for- feðra sinna, nema hann strengi þess heit í hjarta sínu að sýna sig sem verðugan niðja þeirra, en engan ættlera — eins og sonurinn \ ið erfiöl föður síns forðum.“ Dr. Valtýr Guðmundsson. Biðjið um íslendingasögurnar ásamt Snorra eddu, Sæmundar eddu og Sturlunga sögu í hinni þjóðkunnu útgáfu Bókaverzlunar Sigurðar Kristjánssonar, Reykjavík. — Þær fást hjá bóksölum um land allt eða beint frá útgef- anda burðargjaldsfrítt. Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar, Reykjavík.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.