Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Qupperneq 17
N. Kv.
F.NDURMINNINGAR KRISTJANS S. SIGURÐSSONAR
7
gangi. Við þetta espaðist hræðslan í mér,
svo að ég ætlaði vitlaus að verða. Og lengi
var ég hræddur við hundinn eftir þetta.
Eftir því sem börnunum fjölgaði, jukust
heimilisverkin. Varð því að taka vinnu-
konu. Annars voru börnin snemma vanin
á að vinna. Hlutskipti mitt var sérstaklega
það að passa yngri systkini mín, en eldri
bræður mínir voru meira við útiverkin
með föður okkar. Líf mitt var því ekkert
'annað en leikur, þótt eg væri látinn vera
inni til að gæta barnanna. Eg lék við
þau frá morgni til kvölds, og var mér það
ekki á móti skapi, því að eg hugsaði þá ekki
um neitt annað en leiki.
En nú tók að syrta í lofti á þessu friðsæla
og ánægjulega heimili. Það var í byrjun
sláttar, að faðir minn var að dytta að þaki
á fjóshlöðunni, því að bráðlega þurfti að
fara að binda fyrstu töðuna af túninu.
Mamma var í búri að skammta miðdegis-
matinn. Vorum við börnin þar öll hjá
henni, eitthvað að gera. Sum að bera inn
matinn, en hin að tefja fyrir. Heyrðum við
þá allt í einu hljóð framrni í göngunum.
Þutum við þá fram í dauðans ofboði til að
vita, hverju þetta sætti. Þetta var þá faðir
minn, sem var að reyna að skríða á fjórum
fótum inn göngin, með svo miklum kvöl-
um, að hann bar ekki af hljóðum.
Nú var honum hjálpað til baðstofu og í
rúmið. Gat hann þá með naumindum sagt
frá, hvað fyrir hefði komið. Brotnað hafði
fúinn raftur í hlöðuþakinu, og féll hann
þá inn um þakið, kom á bakið niður á bita,
sem lá þvert yfir hlöðuna, og féll síðan af
honum niður á gólf. Hlaðan var allhá, svo
að þetta var mikið fa.ll. Ekki vissi hann, hve
lengi hann hafði legið þarna. Sennilega hef-
ur hann misst meðvitund um hríð. En er
hann raknaði við sér aftur, hafði hann óþol-
andi kvalir í bakinu. Reyndi hann þó að
skríða inn og tókst það að lokum. En óskilj-
anlegt var það öllum, hvernig hann hafði
getað haft sig upp úr hlöðunni, því að hún
var djúp og niðurgrafin, svo að meira en
mannhæð var upp í baggagatið, og ekki
mun þar hafa verið neinn stigi.
Allt þetta sumar lá faðir minn rúmfastur.
Ekki var þá um annan lækni að ræða en
bóndann Jón Einarsson á Jarlsstöðum, sem
var hómópati og talinn mjög góður læknir.
Var hann sóttur sama dag, sem slysið varð,
og gerði hann allt, sem hann gat, til að lina
þjáningar föður míns. Var nú ekki um ann-
að að gera en að taka kaupafólk til að heyja
handa skepnunum. Voru fengnir tveir ung-
ir menn og ein stúlka frá Akureyri. Var það
meira lið, en nokkurn tíma hafði gengið
að heyskap í búskapartíð föður míns, því að
þar við bættist svo vinnukonan og Bárður
bróðir minn, sem þá var 10 ára. Gekk hann
þá stöðugt að slætti, en Halldór þurfti að
passa kvíærnar. Varð Bárður nú að taka við
allri bústjórn út á við, með hjálp móður
ókkar.
Búazt hefði mátt við, að vel myndi heyj-
ast með þessu liði. En það reyndist öðru
nær. Kom brátt í ljós, að kaupafólk þetta
kunni ekkert til heyskapar. Þetta var ungt
fólk úr kaupstað og hafði aldrei í sveit verið.
Enda reyndist það svo, að Bárður sló jafn
stóra spildu og kaupamennirnir báðir til
samans. Ekki kunnu þeir heldur að binda
bagga eða setja reiðing á hest. Urðu þeir
því fyrst að læra allt þetta, og má geta nærri,
hver afköstin hafa orðið hjá slíkum viðvan-
ingum. Man ég vel eftir því, að þeir Jrurftu
að vera báðir við að setja bagga á klakk, og
gekk þó oft illa. En eftir á þurftu þeir svo
að dusta vandlega hvert strá af fötum sín-
um.
Af þessu leiddi, að heyfengur varð með
lang minnsta móti eftir þetta sumar. Og nú
’þurfti að greiða kaupafólkinu sumarkaupið
með peningum. Voru því ekki önnur ráð
en að farga óvenju mörgu fé um haustið,
bæði til að borga kaupafólkinu, og einnig
til að fækka fénu af heyjunum. Faðir minn
var ekki vanur að setja á guð og gaddinn.