Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Side 18
8
ENDURMINNINGAR KRISTJANS S. SIGURÐSSONAR
N. Kv.
Var hann aldrei ánægður, nema hann væri
viss um að hafa nóg hey handa skepnum
sínum, hvernig sem veturinn lcynni að
verða. Eftir áfall þetta náði faðir rninn
aldrei fullri heilsu. Hann gat þó hirt skepn-
ur sínar sjálfur næsta vetur með hjálp elztu
sona sinna. En ekki mun honum hafa veitzt
létt að skríða um hey og tóttardyr, eins og
hann þá var bilaður í bakinu.
Næsta sumar gengu mislingar, og bárust
þeir til okkar um liásláttinn. Veiktumst við
börnin öll og lágum öll í einu. Man ég vel
eftir þeim tíma. Sjálfur lá ég ekki nema
tvo daga, en sum hinna lágu í hálfan mán-
um. Aðkomufólk var þá ekki annað á heim-
ilinu en ein vinnukona. Faðir minn var því
oftast einn við heyskapinn, þar sem móðir
mín gat litlu sinnt öðru en sjúklingunum,
og varð því vinnukonan að gera öll önnur
verk í bænum, svo sem að mjólka kýr og
ær, strokka mjólkina og gera skyr og elda
ínatinn. Tafði allt þetta mjög fyrir hey-
skapnum.
Nú leið eitt ár forfallalaust. Tíðarfar var
sæmilegt og heilsufar gott. Og enn ríkti
friður og ánægja á heimilinu. Á Jrví ári
fæddist sjöunda barnið, og vorum við nú
orðnir fimm bræður og tvær systur. Allt
voru þetta mannvænleg börn, og var til þess
tekið af kunnugu fólki, hve lieimilislífið
þar var ánægjulegt og gott. Ennþá skorti
ekkert á, að börnunum gæti liðið vel, og að
þau fengju gott uppeldi. Þó hafði búið dreg-
ist ögn saman við áfall það, sem faðir minn
fékk fyrir tveimur árum, enda liafði hann
ekki náð sér til fulls eftir það slys. Og nú
fór hann að verða gigtveikur, og eftir það
skildi gigtin aldrei við hann.
En svo kom barnaveikin. Það var um há-
vetur, og veiktust öll börnin. Voru það
erfiðir dagar fyrir foreldra okkar að þurfa
að vaka yfir sjö sjúklingum daga og nætur,
enda veiktist móðir mín líka. Hvort það
hefur verið barnaveiki, veit ég ekki. En
.sennilega hefur Jrað verið þreyta. Eg man
eftir því, að eg lá fyrir ofan hana í rúminu
og þótti ósköp vænt um, að hún skyldi ekki
JjLu fa að fara frá mér. Hjálp var hvergi að
fá. Allir forðuðust heimilið af hræðslu við
veikina, nemá Jón gamli á Jarlsstöðum, sem
áður er getið. Hann var sífellt á ferðinni
með belladonna og aðra dropa sína. Taldi
hann ekki eftir sér ferðirnar á milli bæj-
anna, og mun hann ekki hafa tekið mikið
fyrir öll þau hlaup sín og meðul. Var hann
einn þeirra manna, sem æfinlega var reiðu-
búinn að hjálpa Jaeim, sem hjálparjrurfar
voru, og án þess að meta það til launa.
Sum börnin komust fremur létt út úr
veikindum þessum, en önnur verr. Þá dó
Arnfríður, eldri systir mín, og mun hún
þá hafa verið 5—6 ára. Eg lá lengst okkar
systkina, og var lengi tvísýnt um líf mitt.
Loksins komst eg þó á fætur, en þá var eg
sama sem blindur. Ofurlitla glóru sá eg þó,
rétt aðeins svo, að eg rataði um bæinn. Mér
er minnisstætt það myrkur. Eg heimtaði
alltaf ljós. Þá var ekki um önnur ljóstæki
að ræða en tólgarkerti í baðstofu, en lýsis-
kollur frammi í bænum. Og þó að kveikt
væri á þessu, var alltaf sama myrkrið, og að
lokum skildist mér það, að eg yrði að sætta
mig við myrkrið. Ekki man eg, hve lengi
þetta varaði. En sem betur fór, tók sjónin
smátt og smátt að skýrast.
Pabbi átti gleraugu, sem liann notaði við
lestur. Einu sinni náði eg í þau og setti
þau upp, tók bók og fór að rýna í hana.
En mikil varð sú gleði á heimilinu, þegar
eg kom hlaupandi til pabba og segi hon-
um, að ég sé farinn að sjá. Og eg benti hon-
um á, að þarna sæi eg línurnar, og þarna
væri autt bil á milli þeirra. Mest hefur þó
gleðin sennilega verið hjá sjálfum mér, því
að eg Jmrfti að fara með bókina til allra og
sýna Jreim línurnar og auðu bilin. Eftir
nokkra daga fór eg að sjá stafina, og um
sumarið var eg búinn að fá nokkurn veg-
inn fulla sjón. Eg náði þó aldre.i þeirri
sjónskerpu, sem eg hafði áður. Og eftir því,