Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Side 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Side 22
12 ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR N.-KV. og að hún hefði algerlega drepið í mér ormana. Ekki voru barnaskólar til í sveitinm á þeim árum, enda lærðum við ekki annað en það, sem foreldrar okkar gátu komið við að kenna okkur, og var það auðvitað ekki mikið, því að ekki höfðu þau gengið í neinn skóla. En þau kenndu okkur að lesa og skrifa, og þau lcenndu okkur bænir og vers. Pabbi las húslestur á hverjum helg- um degi, og á hverju kvöldi allan veturinn, frá fyrsta vetrardegi til sumardagsins fyrsta. Bæði höfðu þau góða söngrödd, enda sungu þau sálma með hverjum lestri. Og á föst- unni sungu þau alla Passíusálmana. Ekki vorum við stórir, strákarnir, þegar við vor- um látnir syngja með. Áttum við hægt með það, því við vorum allir nærnir á lög og Ijóð. En erfitt var að sitja kyrr og hreyfing- arlaus, meðan pabbi las sunnudagalestur- inn í Péturs-postillu. Nú leið að því, að ferma ætti Bárð bróð- ur minn, sem var okkar elztur. Var þá fenginn frændi okkar, Sigtryggur Helgason á Halibjarnarstöðum, til að undirbúa lrann í hálfan mánuð. Sigtryggur var sonur Helga föðurbróður okkar. Var hann stórgáfaður maður, alveg sjálfmenntaður. Skrifaði liann svo fallega hönd, að eg minnist ekki að hafa 'séð aðra jafn fallega ,nema hjá Benedikt á Auðnum. Sigtryggur var mikill söngmaður og spilaði á fiðlu. Sigtryggur kenndi Bárði og Halldóri kver, skrift og reikning, og einnig eitthvað í biblíusögum, og okkur þeim næstu kenndi hann að lesa og skrifa .En í rökkrinu á kvöldin kenndi hann okkur að syngja, og sjálfur spilaði hann á fiðluna. Þótti mér það skemmtilegar stundir, og mörg lög lærðum við á þessum stutta tíma. Þegar búið var að kveikja á kvöldin, fór hann að búa til ein- hverja punkta og strik á pappír og kaliaði þetta nótur. Var eg ákaflega spenntur fyrir hð fá að þekkja þær með nafni. Man ég enn vel, hvað mér þótti þessi liálfi mánuð- ur frámunalega skemmtilegur. En hann tók allt of fljótt enda, því að þetta var það eina, sem ég hefi lært í bóklegum fræðum, cða réttara sagt eini skólinn ,sem ég hef verið í. Seinna fengum við oft forskriftir frá Sig- tryggi, og höfum við systkinin öll lært að skrifa eftir Jians forskrift. Þegar ég var 10 ára, fæddist síðasta baril- ið. Var það stúlka, og var hún látin heita Arnfríður, eftir Arnfríði, sem dó úr barna- veikinni. Vorum við nú aftur orðin sjö éystkini. Um þessar mundir tók ólánið að elta þetta ánægjulega og friðsæla heimili. Móðir mín veiktist af lífhimnubólgu um það leyti, sem hún átti síðasta barnið. Lá hún rúm- föst að mestu í heilt ár og náði aldrei heilsu upp frá því. Geri eg ráð fyrir, að þar hafi mikið verið um að kenna, að hún hafi ekki fengið nógu góða hjúkrun og læknishjálp. Þá var ekki siður að hlaupa eftir lækni, hvað lítið, sem rit af bar. Þá var Ásgeir Blöndal læknir í Húsa- vík, en það var löng leið að sækja hann, Þó var liann sóttur til móður minnar nokkr- um sinnum, og reyndist hann góður dreng- ur og fljótur til lijálpar, þótt það virtist korna að litlu gagni. Þetta sumar var eg í fyrsta sinn lánaður burtu sem smali. Það var þó ekki allt sum- arið. Eg var lánaður að Hrappsstöðum í Bárðardal til Hólmfríðar Friðriksdóttur, sem þar bjó. Hún var roskin kona, ógift og hafði búið þar í mörg ár. Hjá henní voru tvær systur hennar, og var önnur þeirra mállaus og heyrnarlaus (daufdumb). Ann- að fólk var ekki á heimilinu, að undanskild- um ungum hjónum, nýgiftum, sem fengu að vera þar það ár, og voru þau í sjálfs- mennsku. Hólmfríður tók kaupamann til að slá á túninu, og sjálf gekk hún að slætti og sló ekki minna en hver meðal karlmað- ur. Var hún víkingur til allra verka, enda lieimtaði hún mikið af öðrum. Eg var látinn sitja yfir kvía-ánum, og

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.