Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Page 23
N. Kv.
ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR
13
leiddist mér það ákaflega. Enda voru það
mikil umskipti fyrir 10 ára dreng að koma
tir systkinahóp ög ærslum og setjast að hjá
nokkrum rollum uppi á heiði. Enda mun
ég hafa farið skælandi með ánum flesta
morgnana.
Einu sinni man eg eftir því, að eg fékk
heimsókn í hjásetunni. Eg var þá með
ærnar í brekkunum nokkuð fyrir ofan göt-
urnar, sem liggja þar á milli Hrappsstaða
og Jarlsstaða. Sé eg þá, hvar kona kemur
ríðandi sunnan göturnar ,og ríður hún út
úr götunni og upp í brekkuna. Sá eg þá,
að þetta var Helga, gæðakonan á Hlðarenda,
vinkona móður minnar. Kemur hún til
mín, sezt hjá mér og spjallar lengi við mig.
Mun hún hafa séð, hvað mér leið, því að
allur mun eg hafa verið grátbólginn, eins
og vant var flesta daga. Ekki man eg eftir,
að hún spyrði mig, hvort mér leiddist. En
luin sýndi mér ýmislegt, sem ég gæti haft
mér til dundurs og dægrastyttingar, svo sem
að búa til festar úr puntstráum, marka lauf-
blöð, rífa gráviðartágur, flysja þær og flétta
úr þeim körfur og liöft. Þó að eg hefði þá
ekki mikla þörf fyrir þetta, hafði eg seinna
mikið gagn af þessari kunnáttu minni.
Helga mun hafa komið við heima hjá mér
í leiðinni og sagt, hvernig mér liði, því að
daginn eftir kom faðir minn og sótti mig.
Var eg þá búinn að vera þarna f fimm vik-
ur, og var mér seinna sagt, að eg hefði verið
orðinn svo horaður, að eg hefði varla ver-
ið þekkjanlegur. Mun það eingöngu hafa
verið sökum óyndis, því að mat hafði eg
meiri en eg gat í mig látið.
Þegar eg kom heim aftur, var mér sýnd
hin nýja systir, sem fæðst hafði í fjarveru
rninni. Þótti mér það ánægjulegt að eiga
nú aftur tvær systur, því að eg vissi ekki
til að neitt slíkt væri í vændum.
Nú tók að syrta í lofti fyrir alvöru. Faðir
minn var orðinn mjög gigtveikur. Hafði
gigt hlaupið í bakið á honum, í gamla
meiðslið. Og nú var móðir mín orðin
heilsulaus, og ómegðin allmikil, þar sem 7
börnum Var að framfleyta. Ofan á þetta
bættist svo, að föður nrmum var sagt upp
jarðnæðinu Kálfborgará, sem hann hafði
búið á svo lengi og tekið við eftir föður
sinn.
Jón á Arndísarstöðum átti jörðina, og nú
þurfti Sören sonur hans að fá hana. Þurfti
því faðir minn að fara að leita eftir öðru
jarðnæði. En hver einasta jörð í Bárðardal
var þá setin, svo að ekki tjáaði að reyna
þar.
Þá bjó að Úlfsbæ í Bárðardal Kristján
Jónsson. Hann var hreppstjóri og umboðs-
rnaður landssjóðsjarða. Bauð hann pabba
hálfan Hjalla í Reykjadal. Var ekki annars
úrkostur en að taka því boði, þótt báðum
foreldrum mínum væri það nauðugt að
flytja í tvíbýli.
Mér eru enn minnisstæðir flutningarnir
þangað um vorið. Þótt komnir væri fardag-
ar, var enn ekki orðið snjólaust á heiðum,
og var því versta ófærð. Voru margir hestar
fengnir að láni, og öll búslóðin síðan bund-
in í klyfjar og flutt á klökkum. Urðum við
eldri drengirnir að ganga, og það gerði
faðir minn líka. Móðir mín var ríðandi,
enda var hún enn mjög lasin, og reiddi hún
yngsta barnið, sem þá var tæplega ársgam-
alt. Tvö næstyngstu börnin voru látin tví-
menna á einum hestinum. Var síðan lagt
af stað upp á heiði og öslað þar f krapi og
á vegleysum út í Skógarsel í Seljadal. Þar
bjó þá Friðrik föðurbróðir minn. Töfðum
við þar um hríð og hvíldunr okkur vel. Síð-
an fórum við þvert yfir Daðastaðaháls og
komum að Hjalla um kvöldið.
(Framhald.)
BÓKAFREGN.
Tvær nýjar skáldsögur eftir liina vinsælu
norsku skáldkonu, Margit Ravn, eru nú að
koma út á íslenzku. Heita þær Ung stúlka
d réttri leið og Systurnar í Litluvik.