Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Síða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Síða 26
16 SUMARFERÐIR Á ÍSLANDI 1881 N. Kv. lenda í vasa náunga langt uppi í dölum. Hafi hann því talið líklegt, að við myndum vera ófúsir til að hætta okkur í návígi við þá sótthættu, sem jafn stórhrossalegum læknisaðgerðunr væri beitt við. Að minnsta kosti heyrði eg aldrei framar á ferð minni upp eftir Vatnsdal minnst á Grimstungu- veikina.“ Það var einnig á Hnausum, að þeir fengu „vont skyr“, sem Coles verður nokkuð tíð- rætt um. Á ferð sinni lröfðu þeir iðulega fengið skyr á sveitabæjunum, nýtt og gott, og þótti þeim félögum það ljúffengt. En hér fengu þeir súrt skyr og gamalt, „bragðvont og með stækjuþef eins og illa gerður ostur,“ segir Coles og telur sig skorta orð til að lýsa því. Þeir voru heppnir með veður á Hnausum og skemmtu sér vel um daginn. Næsta dag var haldið af stað upp eftir Vatnsdal. Dáðist Coles mjög að graslendi dalsins og segist hvergi á leið sinni hafa séð aðrar eins engj- ar og þar. Af framanskráðum ástæðum sneyddu þeir lijá Grímstungu. Fóru þeir síðan um Gríms- tungu heiði og Arnarvatnsheiði áleiðis til Kalmannstungu. .Fengu þeir kalsa veður á leiðinni, norðannæðing og þoku öðru hvoru. Gistu í tjaldi á fjöllum fyrstu nótt- ina, en þá næstu í Kalmannstungu. Var nú svo áliðið, að þeir urðu að hraða för sinni til Reykjavíkur til þess að ná síðustu ferð póstskipsins „Valdemar“, sem þeir höfðu komið nreð um sumarið. Frá Kalmanns- tungu héldu þeir svo um Kaldadal til Þing- valla og síðan til Reykjavíkur. Fengu þeir hrakviðri og hrakning á leiðinni, en sættu sig sennilega við hið gullna máltæki Breta: „All is well, that ends well“: Allt er gott, þegar endirinn er allra beztur. Átti skipið þá að fara daginn eftir, en sökum ofviðris varð að fresta förinni til næsta dags, sunnu- dagsins 12. september. XII. Niðurlag. I upphafi þessa stutta og sundurlausa út- dráttar úr hinni merku og skemmtilegu ferð’asögu mr. Coles voru tilfærð ummæli hans um Islendinga úr inngangi bókarinn- ar. En þessi lofsamlegu uimnæli eru ekki þau einu í þessari bók hans. Þykir mér fara vel á því að tilfæra einnig tvenn önnur um- mæli hans að leiðarlokum. Er eigi ófróð- legt að athuga, hvernig hann lýsir foreldr- um okkar, öfum og ömmum vorum, núlif- andi íslendinga, og bera það síðan saman við lýsingar vorra eigin nútíma höfunda, er þeir „stilla upp senr standard-fígúrum ís- lenzkrar sveitamenningar“ á sömu tímum. Þar er allur fjöldinn óþokkar, ruddar, drykkjuræflar og fábjánar, auðnuleysingjar og illmenni, — þeir sem til þess hafa gáfur. — Þykir nú mörgum þetta herleg landkynn- ing og launaverð. Mr. John Coles, hámenntaður og víðför- ull brezkur vísindamaður, lýsir aftur á móti þessu sama fólki á annan hátt. Er hann og félagar hans voru komnir fram hjá Grímstungu í Vatnsdal, kornu þeir við á litlu og fátæklegu heiðarbýli og fengu þar mjólk að drekka. Segir Coles frá þessu og bætir síðan við nokkrum almenn- um hugleiðingum: „Auðvitað munu sumir segja, að gestrisni fólks þessa stafi af því, að það fái borgun fyrir greiðann, og má það að vissu leyti satt vera. En á hinn bóginn er eg sannfærður um, að hver og einn erlendur ferðamaður, sem fyrir því vill hafa að gera tilraun í þessa átt, myndi skjótt komast að raun um, að hann fengi ekki sérlega hlýjar viðtökur á mörgu brezku bændabýli, bæri hann þar að dyrum eftir háttatíma og ætlaðist til, að fólk þar færi þegar á fætur og sæi honum fyrir kvöldverði og góðri hvílu, — jafnvel þótt hann væri fús til að borga greiðann sæmi-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.