Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 27
N. Kv. SUMARFERÐIR Á ÍSLANDI 1881 17 lega. — En þetta var einmitt það, sem við gerðum iðulega á íslandi og mættum aldrei •öðru en stökustu vinsemd og gestrisni, bæði sunnanlands og norðan, hvar sem við kom- um.“ Og að lokum segir Coles á þessa leið: — „Nú var þessari skemmtilegu ferð okkar lokið. Við höfðum ferðazt á hestbaki 1100 mílur fbrezkar: þ. e. um 1800 km.), tvívegis þvert yfir ísland, og komið á marga merki- lega og athyglisverða staði. Eigi ég að dæma samkvæmt eigin reynslu og skoðun, er ég viss um, að félagar mínir hafa einnig verið fyllilega ánægðir með förina. — — Betri ferðafélagar munu enda torfundnir." „Þá má ekki gleyma fylgdarmönnum okk- ar né öllu því góða fólki, sem tók við okkur inn á heimili sín; erum við í mikilli þakk- arskuld við það. fÉg vil ekki segja vorum, því að þakklæti mitt á að vara lengur en svo, að því sé þegar lokið). Nú á dögum er matur og gisting ætíð fáanlegt hjá öllum menningarþjóðum. En að veita hjartanlegar og alúðlegar móttökur bráðókunnugum mönnum, blátt áfram sökum þess, að þeir eru ókunnugir, er sjaldgæft fyrirbrigði nú á dögum hinnar vaxandi menningar. En þetta var ætíð og alls staðar reynzla okkar á íslandi fað Lundarbrekku undanskilinni, — og er ég þó fús að afsaka það. . . .).“ Coles fer hvað eftir annað lofsamlegum orðum um fylgdarmenn þeirra félaga. Sam- kvæmt frásögnum ýmissa ferðalanga, hafði liann búizt við þeim sem drykkfelldum ræfl- um, er eigi hefðu annað í huga en að fylla sig eftir föngum. Segist hann því í upphafi hafa varað Zoega við því, að spíritus sá, er þeir hefði meðferðis, til brennslu og ýmissa rannsókna, væri blandaður baneitruðu efni og væri því bráðdrepandi og ylli kvalafyllsta dauðdaga. Segist Coles þó brátt hafa komizt að raun um, að þetta hafi verið hreinasti ó- þarfi og bætir því við, að þrjá slíka fylgdar- menn hafi hann aldrei áður fyrir hitt, þrautheiðarlega og í alla staði áreiðanlega reglumenn. . . . “ Og um drykkjuskap ís- lendinga er það að segja,“ bætir hann við, „að eg sá aðeins einn mann ölvaðan á allri íslandsferð minni.“ „Nú mun einhver segja, að þessi reynsla mín af íslendingum sé alveg einsdæmi. Jæja, ef til vill er það svo. En samt er það nú ekki sízta gleðiefni mitt af þessari skemmtilegu ferð til íslands, að geta með sanni lokið fá- einum lofsorðum á það fólk, sem reyndist okkur svo vel, og sýndi mér alltaf stökustu góðvild og gestrisni.“ Hvað veiztu? Hvað veiztu fegurra í fátœks ranni, en göfga mey, sem gefur sig manni? Hvað veiztu Ijótara lubbamönnum, sem látast elska, en Ijúga að svönnum? Hvað veiztu bliðara barnsins mundu, sem brœðir isinn úr karlmanns lundu? Hvað veiztu hrjúfara, en hrokans nepju, sem harðlœsir dyrum i norðan krepju? Hvað veiztu bjartara brúnaljósum, sem brosandi leiftra hjá æskudrósum? Hvað veiztu svartar en sálarniðið, þótt sólin skini ei greinist miðið? Hvað veiztu sœtara en svanna kossinn, er siglir i kjölfarið ástriðublossinn? Hvað veiztu saltara, en sorgartárin samvizkubits fyrir liðnu árin? Hvað veiztu veikar, en viljaleysi, konungshöll breytt i kotungshreysi? Hvað veiztu sterkara, en kœrleiks krýnda Kristsfórn og náð oss mönnum sýnda? Einar Gottormsson frá Ósi. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.