Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Side 28
N.-KV.
Paul Deutchman.
Þetta skeði í neðanjarðar-iestinni
(/ RiEADER’S DIGEST, júni 1949)
Helgi Valtýsson þýddi.
Til eru tvær ólíkar skýringar á því, sem
kom fyrir Marcel Sternberger, fæddan Ung-
verja, er hann fór með neðanjarðarlestinni
síðdegis þann 10. janúar í fyrra (1948).
Sumir munu segja, að hin skyndilega á-
kvörðun Sternbergers að fara og heimsækja
veikan vin sinn og hin óslitna rás furðulegra
viðburða, er af því leiddi, hafi aðeins verið
tilviljun ein um röð samtímis atburða.
Aðrir muna aftur á móti í viðburðum þess-
um sjá handleiðslu guðlegrar forsjónar í
öllu því, er bar við þennan dag. — En
hverjar sem skýringarnar verða, og á hvern
veg sem þær falla, þá er sagan raunverulega
á þessa leið:
Marcel Sternberger er ljósmyndari að iðn,
og árurn saman hefur hann undantekningar-
laust fylgt þeirri reglu að fara burt að heim-
an frá sér í útjaðri New-Yorkborgar til
vinnustofu sinnar, sem er inni í miðri borg-
inni. Hann er afar vanafastur maður og
reglusamur, nær fimmtugur að aldri, með
hrokkið hár nærri hvítt, drengilegur á svip
og brúneygður, mjög hrifinn af þjóðdönsum
ættlands síns, Ungverjalands, og hann fer
á hverjum morgni með 9.09-lestinni inn til
borgarinnar.
Morguninn þann 10. janúar steig hann að
vanda upp í 9.09. En allt í einu snýst hon-
um hugur, og hann ákveður að fara og vita
um ungverskan vin sinn, Laszlo Victor, sem
átti heima í Brooklyn og lá veikur um þess-
ar mundir.
„Eg veit ekkert, hvernig því var farið, að
eg ásetti mér allt í einu að vitja hans þennan
morgun,“ sagði Sternberger við mig nokkr-
um vikum seinna. „Eg hefði allt eins vel
getað gert það eftir vinnutíma. En eftir að
mér datt þetta í hug, hvarf mér ekki úr
liuga, að þetta mundi hressa hann tölu-
vert og gleðja.“
Þetta varð til þess, að á næsta viðkomu-
stað fór Sternberger yfir j neðanjarðar-lest-
ina til Brooklyn, gekk því næst heim til
vinar síns og dvaldi þar fram að nónsleyti.
Síðan fór hann upp í neðanjarðar-lest þá,
er áætlun hafði til miðrar New-Yorkborgar,
og hélt áleiðis til vinnustofu sinnar.
„Vagninn var troðffullur, er eg kom upp
í hann," sagði Sternberger mér, „og hvergi
virtist vera von um sæti. En er eg var rétt
kominn inn í vagninn, stökk skyndilega
upp maður, er sat rétt við dyrnar, og þaut
út á síðustu stundu, og náði eg þegar í
laust sæti hans.“
„Eg hef átt heima í New York nægilega
lengi til þess að hafa vanið mig af þeim við-
sjárverða ávana að hefja þegar samræður
við ókunnuga, er eg rekst á af tilviljun. En
þar sem eg er ljósmyndari, hefur það orðið
mér að sérkennilegum vana að virða fyrir
mér andlit ferðamanna minna. Og nú
varð eg nærri forviða, er eg athugaði svip
farþega þess, er sat á vinstri hönd mér í
vagninum. Hann var á að gizka á þrítugs-
aldri, og augnaráð hans virtist lýsa sársauka
og djúpri sorg. Hann var að lesa í ung-
versku blaði, og ósjálfrátt varð mér á að
snúa mér að honum og segja á ungversku:
„Eg vona, að þér misvirðið ekki, þótt eg
líti á blaðið yðar.“
„Maðurinn virtist verða forviða á því að