Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Qupperneq 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Qupperneq 29
N.-KV. ÞETTA SKEÐI I NEÐANJARÐARLESTINNI 19 vera ávarpaður á móðurmáli sínu, en hann svaraði kurteislega: „Þér getið fengið að lesa það núna. Eg hef nægan tiíma seinna.“ „Ferðin inn til borgarinnar tók um hálfa klukkustund, og við tókum tali og lentum í rækilegum samræðum. Hann kvaðst heita Paskin og hafa verið lögfræðinemi í Ung- verjalandi, þegar styrjöldin skall á. Þá hafði liann verið settur í aðsoðardeild og sendur til Ukraine. Síðan handtóku Rússar hann og settu hann til að grafa fallna Þjóðverja. Að stríðinu loknu hefði hann farið hundr- uð mílna gangandi (miles), unz hann náði heim aftur til Debrecen, sem er stór borg austan til í Ungverjalandi.“ „Eg var sjálfur vel kunnugur í Debrecen, og við spjölluðum fram og aftur um hríð. Og að lokum sagði hann mér niðurlag sögu sinnar: Þegar hann kom heim aftur þang- að, sem foreldrar hans og systkini höfðu átt heima, hitti hann þar aðeins ókunnugt fólk fyrir. Síðan gekk hann upp í efri hæð, þar sem hann hafði sjálfur átt heima með konu sinni. Þar voru einnig ókunnugir fyrir. Hafði enginn þeirra heyrt fjölskyldu hans getið. Hann sneri nú burt, hryggur í huga, en þá kom smástrákur hlaupandi á eftir hon- urn og kallaði: Paskin bacsi! Paskin bacsi! Það er: Paskin frændi. Þetta var sonur eins fyrrverandi nágranna hans. Hann fór nú með drengnum heim til foreldra hans og hafði tal af þeim. „Öll fjölskylda þín er dáin,“ sögðu þau honum. „Nasistarnir tóku þau og konu þína og fluttu þau öll til Ausclrwitz.“ Auschwitz var meðal allra illræmdustu fanga-herbúða Þjóðverja. Paskin var hugsað til gasklefa Nasista, og varpaði frá sér allri von. Nú gat hann ekki dvalið lengur í Ungverjalandi, sem honum virtist aðeins líkhús eitt, og nokkrum dög- um síðar lagði hann aftur af stað fótgang- andi og laumaðist yfir hver landamærin af öðrum, unz hann kom til Parísarborgar. Og loks tókst honum að komast vestur um haf til Ameríku í október 1947, réttum þrem mánuðum áður en eg hitt hann. Á meðan hann sagði mér sögu sína, var eg alltaf að velta fyrir mér, hvernig á því gæti staðið, að hún kæmi mér svo kunnug- lega lyrir eyru. Og allt í einu varð mér það ljóst: Fyrir skömmu hafði ég hitt unga konu hjá nokkrum kunningjum mínum, og hafði hún einnig verið frá Debrecen. Hún hafði verið send til Auschwitz, en síð- an flutt þaðan og látin vinna í þýzkri her- gagnaverksmiðju. Skyldmenni hennar og tengdafólk hafði verið tekið af lífi í gasklef- unum. Er hún loks varð frelsuð úr fanga- vist Þjóðverja, var hún send vestur um haf á fyrsta skipi, sem flutti heimilislausa til Bandaríkjanna 1946. Saga konu þessarar hafði fengið svo mjög á mig, að eg hafði skrifað hjá mér bæði nafn hennar og heim- ilisfang og símanúmer í því skyni að bjóða henni seinna heim til mín og fjölskyldu minnar og reyna þannig að fylla lítið eitt í hina ægilegu eyðu lífs hennar og létta ofurlítið tilveru hennar í svipinn. Það virtist alveg óhugsandi, að nokkurt samband gæti verið milli þessara tveggja landa minna, en er eg kom á leiðarenda, fór eg samt ekki úr vagninum heldur spurði eins hversdagslega og mér var frekast unnt: ,Ekki vænti eg, að skírnarnafn yðar sé BelaP' Hann náfölnaði. ,Jú!‘ svaraði hann. ,Hvernig getið þér vitað það?‘ „Eg blaðaði ákaft í vasabók minni með öllum heimilisföngunurn. — Hét konan yð- ar kannske Marýa?“ Hann virtist ætla að fá aðsvif. ,Já! Já!‘ sagði hann. „Eg sagði þá við hann: Við skulum fara hérna úr vagninum. Á næstu viðkomustöð tók eg í handlegginn á honum og leiddi hann með mér burt að símaturni einum. Hann stóð þarna eins og maður á milli vita, meðan eg leitaði að heimilisfangi og shna-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.