Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Page 30
20
ÞETTA SKEÐI I NEÐANJARÐARLESTINNI
N. Kv.
húmeri í bók minni. Mér virtst líða lieil
klukkustund, áður en eg náði sambandi í
símanum við konuna, sem nefnd var Marýa
Paskin. (Seinna komst eg að þvf, að herbergi
hennar var til hliðar við hitt, þar sem sím-
inn var, en hún hafði vanið sig á að svara
aldrei í sírna, þar sem hún þekkti svo fáa, og
voru því símahringingar alltaf til einhvers
hinna. Að þessu sinni hafði enginn verð
heima, og eftir margendurteknar hringing-
ar hafði hún loksins svarað.)
Þegar eg að lokum heyrði hana svara,
sagði eg til mín og bað hana að lýsa fyrir
mér manninum sínum. Elún virtist verða
forviða á beiðni minni, en gerði samt eins
og eg bað hana. Síðan spurði eg hana, hvar
í Debrecen þau hefðu átt lieima, og sagði
hún mér það.
Loks bað eg hana að bíða í símanum,
sneri mér síðan að Paskin og mælti: Áttuð
þið hjónin ekki heima í þessu og þessu
stræti, sem eg svo nefndi.
„Jú!“ hrópaði Bela. Hann var náfölur
og skalf eins og espilauf.
„Reynið nú að stilla yður, sagði ég við
hann. Hér er að gerast stórfurðulegt og dá-
samlegt kraftaverk gagnvart yður. Takið
nú símann og talið við konuna yðar!
Hann kinkaði aðeins kolli, þögull af
undrun og algerlega ruglaður, og augu hans
flóðu í tárum. Hann tók símatólið, hlust-
aði andartak á rödd konu sinnar og hróp-
aði síðan allt í einu: ,Þetta er Bela! Þetta
er Bela!‘ og fór síðan að tauta eitthvert
sundurlaust rugl. Er eg sá og heyrði, að
veslings maðurinn gat ekki talað í samhengi
fyrir geðshræringu, tók eg símtólið úr skjálf-
andi hendi hans.
Eg fór að tala við Marýu, sem einnig var
algerlega utan við sig af geðshræringu. Ver-
ið þér bara kyrrar þarna, sagði eg, nú ætla
eg að senda manninn yðar heim til yðar.
Hann verður kominn eftir þrjár mínútur.
Bela grét eins og barn og endurtók í sí-
fellu: ,Þetta er konan mín! Eg fer til kon-
unnar minnar!‘
„Eg hélt í fyrstu, að bezt mundi vera, að
eg færi heim með Paskin, ef hann kynni
t. d. að fá aðsvif á leiðinni af geðrshrær-
ingu; en eg ályktaði samt, að í þessu tilfelli
ætti enginn óviðkomandi að grípa fram í*
Eg setti Paskin því upp í leigubifreið, leið-
beindi bílstjóranum um heimilisfang Mar-
ýu, borgaði farið og kvaddi síðan Paskin. —
Endurfundir þeirra Bela Paskin og konu
hans höfðu verið svo þrungnir af átakan-
lega eldsnöggri útrás geðshræringanna, að
eftir á mundi hvorugt þeirra glöggt, hvað
raunverulega hefði gerzt.“
„Eg minnist aðeins þess, að þegar eg fór
úr símanum, gekk eg yfir að speglinum eins
og í draumi, ef til vill til að gá að, hvort eg
hefði ekki orðið hvíthærð í einu vetfangi,“
sagði Marýa seinna. „Hið næsta, sem eg
man eftir, var að bifreið nam staðar fyrir
utan húsið, og að það var maðurinn minn,
sem kom á móti mér. Einstök atriði man
eg alls ekki. Eg veit aðeins, að þá var eg
hamingjusöm í fyrsta sinn í óramörg ár!“
„Það er jafnvel erfitt að trúa því núna,
að þetta hafi raunverulega skeð. Við höfð-
um bæði orðið að þoia svo miklar þjáning-
ar. Eg hef rnisst nærri því alla öryggis-hæfni
og er eiginlega síhrædd. í hvert sinn, sem
maðurinn minn fer út úr húsinu, segi eg
við sjálfa mig: Kemur nú ekki eitthvað fyr-
ir, sem sviptir honum frá mér aftur?“
En maður hennar er öruggur um það, að
engin óvænt óhamingja muni yfir þau
skella nokkru sinni framar. „Forsjónin
leiddi okkur saman á ný,“ segir hann blátt
áfram. „Það átti þannig að fara.“
Höfundur sögunnar segir að lokum: Efa-
gjarnir menn munu vafalaust telja viðburði
þessa minnisstæða kvölds hreina tilviljun
og ekkert annað.
En var það þá tilviljun ein, að Stern-
berger tók óvænt og skyndilega þá ákvörð-