Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 34
24
ÞRIR HERMENN
N. Kv.
aðist býlið. Lítill bjálkakofi og gömul hlaða
voru hér að brenna upp til agna í áköfum,
reyklausum eldi. Skyndilega varð eg þess
var, að þarna var samt lifandi mannvera.
Á kofahlaðinu skammt frá brunninum sat
gömul kona. Stálhjálmur og blikk-kanna
lágu við hliðina á henni. Hún hafði auð-
sjáanlega verið að reyna að slökkva eldinn,
en gefizt upp við það. Nú sat hún þarna,
flötum beinum, hreyfingarlaus á jörðinni.
Andlit hennar var tómt og sviplaust, augna-
ráðið sljótt. Eg reyndi að yrða á hana. Eg
sagði henni, að hún mætti ekki sitja hérna
á þennan hátt. Það gæti kviknað í fötum
hennar af neistum frá bálinu. Hún svaraði
mér engu, en strauk hendi, þunnri og slit-
inni, niður eftir pilsi sínu.
Eg gekk með vatnsfötu að brennandi kof-
anum, en þar var um enga björgun að ræða.
Þá varð eg þess var, hvað þessum megna þef
olli. Húsin bæði voru þjappfull af líkum
þýzkra hermanna. Sum þeirra höfðu enn
stálhjálma sína á höfði. Þeir voru nú eld-
rauðir og glóandi. Sum andlitin virtust
glotta út úr eldslogunum.
Eg fór aftur til gömlu konunnar og hellti
yfir hana dálitlu af köldu vatni. Virtist það
hressa hana ofurlítið. Daufurn svipbrigðum
brá fyrir á andliti liennar og sljóleiki og
deyfð hvarf að nokkru leyti úr augnaráði
hennar. „Drottinn minn góður,“ tautaði
hún. Eg reisti liana á fætur og studdi hana
ofan á grundina fyrir neðan bæinn. Hún
skjögraði og var reikul í spori, en hélt samt
jafnvægi og spjallaði ofurlítið.
Hún hefði búið hérna í kotinu með
tveimur sonum sínum. Óðar er þeir fréttu
af stríðinu, náðu þeir í áætlunarbíl, sem fór
suðureftir og ofan í dalinn, og síðan hefði
hún ekkert af þeim frétt. Hún hafði verið
þar alein þangað til í fyrradag. Þá hefðu
nokkrir norskir hermenn farið hér framhjá.
Þeir hefðu sagt henni, að hér myndi verða
allmikil átök og skothríð, og væri því bezt
fyrir hana að forða sér upp í fjöllin. Henni
fannst samt sem áður, að hún væri orðin of
gömul til þess að flýja á fjöll og skóga, en
hún sleppti kúnum og geitunum og lét þær
rása burt eftir skógunum. I gær hefði verið
skothríð allan daginn eftir dalnum endi-
löngum, en hún hefði engan hermann séð
fyrr en seint um kvöldið. Þá komu nokkrir
þýzkir hermenn með fullar kerrur af líkum
og höfðu hrúgað þeim inn í kofann og inn
á heyið í hlöðunni og kveikt síðan í öllu
saman. Hún hafði reynt að slökkva eldinn,
og er hermennirnir öftruðu því, skvetti hún
vatninu á þá. En þeir hefðu aðeins hlegið
að henni og tekið hjálm eins hinna föllnu
hermanna og þrýst honum ofan á höfuðið
á henni, svo að hún gat ekkert séð. Þegar
húsin voru orðin alelda, hurfu hermenn-
irnir á brott.
Eg reyndi að telja um fyrir gömlu kon-
unni og fá hana til að fara með mér, en hún
spurði aðeins, hvert hún gæti svo sem far-
ið. Varð eg síðan að yfirgefa hana og bjarga
sjálfum mér áleiðis austur um skógana.
Ef til vill var þetta ekki mikill viðburður
né merkilegur. Þjóðverjar höfðu lagt í eyði
'og útmáð borg eftir borg. Þeir höfðu brennt
og rænt og ruplað allt liéraðið. En þetta
litla, fátæka kot, sem hér hafði verið breytt
í andstyggilega líkbrennslu, og þessi von-
snauða og heimilislausa gamla kona rumsk-
uðu svo einkennilega við mér og vöktu mig.
Mér varð það allt í einu brýn persónuleg
nauðsyn að koma hingað aftur í þessa skóga
og berjast á ný. — Eg veit ekki, hvort þið
skiljið mig eða ekki. En þetta eru nú mínar
tilfinningar og viðhorf í þessu máli.“
,,Eg skil þetta fullkomlega, og mínar til-
finningar eru á sama veg,“ sagði þreklegi
pilturinn ljóshærði úr Þrændalögum. Mál-
far hans og mállýska var breitt og traust og
fyllti litla herbergið. Við höfðum engin
ljóstæki, en auglýsinga-lýsing á Jjakhúsi fyr-
ir utan varpaði ljósgeislum inn urn glugg-
ann til okkar öðru hvoru. Pilturinn lækk-
aði róminn, er hann hélt áfram máli sínu.