Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Page 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Page 37
A1. Kv. ÞRÍR HERMENN 27 ing sú, er við fundum vera að gerast í okk- ur, var enn ef til vill aðeins í upphafi. 5tríðið myndi skapa okkur og móta í sinni eigin mynd. Hve harðir, hrottafengnir og Ttæringarlausir um líf og tilfinningar ann- arra þyrftum við að verða, áður en við gætum endurheimt landið okkar? Ef til vill væri allt eins gott að vita ekki, hve dýru verði það yrði keypt, en við sögðum, að það stæði alveg á sama, hve hátt verðið yrði, við myndum samt greiða það. Síðan risum við á fætur og kvöddumst. Hvert handaband var loforð og fyrirheit. (Hefgi Valtýsson íslenzkaði.) Þorsteinn M. Jónsson: Eddu-útgáfur Islendingasagnaútgáfunnar. Eddurnar, Sæmundar-Edda og Snorra- Edda, eru ekki einungis víðkunnustu bæk- urnar, sem skráðar hafa verið á ísfenzka tungu, heldur meðai allra víðþekktustu bóka, sem skráðar hafa verið á norræn eða jafnvel germönsk mái. í Sæmundar-Eddu geymast elztu fræði ís- lenzkrar tungu. Efni hennar eru ævafornar goða- og hetjusögur, sem gengið hafá í munnmælum á Norðurlöndum í hundruð ára. Kvæðin, er ort voru út af þessum fornu sögum, eru talin að hafa verið ort á tíma- bilinu 800—1200, og er álitið að þau öll, að undanskildu einu þeirra, hafi verið ort annaðhvort í Noregi eða á íslandi. Það er magniþrunginn, seiðmagnaður og goðkynj- aður ævintýraheimur, sem birtist í kvæð- um þessum. En jafnframt kynnums't vér þarna lífsskoðunum forfeðra vorra á þeim tíma, sem kvæðin eru ort á. Langflest hinna merkustu eddukvæða hafa geymst á ís- lenzku skinnhandriti frá 13. öld, sem nú er í Konunglega bókasafninu í Kaupmanna- höfn, og er handrit þetta kallað Konungs- bók. Hafði Brynjólfur biskup Sveinsson, sem gaf konungi bók þessa, kallað hana Sæmundar-Eddu. Hefur hann haldið, að hinn fjölfróði og hámenntaði prestur Sæ- mundur Sigfússon hefði annaðhvort ort kvæðin sjálfur, eða að minnsta kosti safnað þeim saman og skrifað þau upp. En eng- inn veit, hvort Sæmundur hafi ort nokkurt kvæðanna eða skrifað þau upp, því alls ókunnugt er um höfunda þeirra eða skrá- setjara. En um það efast enginn, að þau hafi öll verið fyrst skrifuð á íslenzku af Is- lendingi. Sæmundar-Edda hefur og oft ver- ið kölluð Eldri-Edda. Hin Yngri-Edda, eða Edda Snorra Sturlu- sonar, er goða og skáldskaparfræði. En þótt hún sé þetta hvort tveggja, þá hefur til- gangur Snorra með því að skrifa hana verið fyrst og fremst sá, að kenna mönnum að skilja forn skáldalreiti og kenningar, þekkja hætti og annað, er að fornum skáldskap laut. Hún er því fyrst og fremst skáldskapar- fræði. Goðasögurnar og aðrar fornar sagnir skráir hann auðsjáanlega til þess að skýra fornar kenningar og heiti. Edda Snorra er ótvíræð sönnun þess, hvað þekking Snorra hefur verið feikna mikil á fornum sögnum og fornum skáldskap, og hve mikill vísinda- maður hann hefur verið. En jafnframt sýnir luin ritsnilld hans og frásagnargáfu. Og fáar fornsögur eru skemmtilegri en Gylfagynn- ing Snorra, sem er fyrsti hluti Eddu hans. 4*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.