Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Page 45
N. Kv.
ÞAÐ, SEM ALDREI VERÐUR ENDURHEIMT
35
Bendham var hár maður vexti og grann-
ur, með íagurskapað höfuð, dökkt hár,
hrokkið, en tekið að grána. Hörund hans
var gulbrúnt á lit, og hafði verið óbreytan-
legt þannig, síðan hann var tæplega hálf-
fertugur, sökum hitabeltis-sjúkdóma og
langdvala í megnu og sterku sólskini hita-
beltislanda. Hann var magur og seigur,
með ótvírætt mótstöðuafl, vel vaxinn og
nettmenni, en virtist nú um of taugaveikl-
aður, en jafnframt of jafnvægur, með fullt
vald á sjálfum sér og tilfinningum sínum,
einn þessara manna, sem af eðlishvöt og
löngum vana lætur aldrei í ljós tilfinning-
ar sínar, heldur byrgir sig inni í eigin sál.
Nóttin var kyrr, en þó ekki hljóð. Hvergi
heyrðust mannleg hljóð eða raddir, heldur
miiljónir hljóða sjálfrar náttúrunnar — ein-
róma suða og hvinur skordýranna, gjálp
fljótsins og dauf högg öðru hvoru, er trjá-
bútur á reki rakst á skipssúðina. Stöku
sinnum heyrðist öskur í parda handan úr
kjarrskóginum, og nær samtímis kvað við
skrækur einhvers apa. Bendham varð átak-
anlega var algerlega frumstæðrar veraldar
umhverfis sig, þar sem krökkt var af skríð-
andi, klifrandi, fljúgandi og syndandi líf-
verum — frumstæðs heims, þar sem upphaf
og endir var aðeins að éta, sofa, tímgast og
og reyna að forðast dauðann, — heimur,
hugsaði hann með einkennilegri hugfró,
sem þrátt fyrir alla villimennsku og alls
konar ódæli væri þó einfaldur og blátt
áfram.
Einu sinni hafði hann sjálfur verið öllu
þessu nákunnugur. Hann liafði sjálfur lif-
að þessu lífi. Og nú spurði hann sjálfan sig,
hvort og hvers vegna það ætti að vera
ógerningur að endurheimta það? Tólf ár
væru þó engin eilífð.
Nú voru sem sé tólf ár liðin, síðan hann
hélt heim aftur til Bretlands sem ríkur
maður, og á þessum tólf árum hafði hann
auðgazt meir og meir með ári hverju, og
líf hans — þótt skringilegt sé — með hverju
ári orðið æ óbærilegra og ófullnægjandi að
honum virtist. Hann gat ekki gert sér grein
fyrir, hvernig því væri farið, að auðurinn
skyldi ekki hafa gert það auðvelt og ein-
falt. Öll tilvera hans hafði aftur á móti
stöðugt orðið honum æ óbærilegri, og er
hann loksins gat ekki þolað þetta lengur,
'hafði hann lagt af stað og farið aftur þang-
að, sem hann hafði háð æskubaráttu sína
og unnið sigur og auð, áður en hann var
orðinn þrjátíu og sex ára að aldri.
Þessi frumstæði heimur var enn óbreytt-
ur. Hér var hann á ný kominn inn í hann
miðjan. Hann hafði ferðazt umhverfis hálf-
an hnöttinn til að friða og iullnægja hinni
sjúklegu heimþrá sinni, en hafði þó ekki
tekizt að finna réttu leiðina til baka. Það
var sem lægi hún langt úrleiðis og gæfi
honum meinlegt liornauga. Einhvers staðar
utanslóðar liafði hann flækzt í verðbréfum
og arðmiðum og ábyrgðum og þingum og
fundarhöldum og ráðstefnum í allt öðrum
heimi.
Honum fannst allt í einu, að hann væri
alveg að kafna, og að eina úrlausnin væri
að finna aftur sjálfan sig aleinan í íshelli,
þar sem væri engin önnur lífvera en hann
sjálfur. Gæti hann orðið aleinn á ný, aleinn
í heimi, án alls annars en heilbrigði sinnar
og hugarþreks, eins og liann hefði verið á
tvítugsaldri, þá myndi honum ef til vill
takast að endurheimta það, sem nú væri
honum algerlega horfið — þetta eitthvað —
hann gat ekki sagt né skilgreint, hvað það
hefði verið, sem þá hefði gert hann svo
hugrakkan og stefnufastan.
Og í sama vetfangi fór um hann eins
konar kuldahrollur, en það var hrollur af
því tagi, sem var honum algerlega nýtt
fyrirbrigði, þrátt fyrir langa reynslu lians
af ýmiss konar hitaveiki. Hann hellti aft-
ur í glasið, óblandað viskí að þessu sinni,
og varð aftur var við hvin skordýranna fyr-
ir utan tjaldið. Hann virtist fylla allan
5*