Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Qupperneq 48
38
ÞAÐ, SEM ALDREI VERÐUR ENDURHEIMT
N. Kv.
Fótatakið nálgaðist óðum litla tjaldbyrg-
ið, og síðan var tjaldskörinni ly£t snöggt
upp með æfðri hendi þess, sem lengi hefur
lifað í hitabeltunum, og í daufri lampa-
glætunni varð hann nú var mannlegrar
veru í alhvítum línklæðum. Hún var í
Jodhpurs úr líni og í línjakka og með
hjálm á höfði með slæðu fyrir andliti til
varnar gegn flugunum.
En þrátt fyrir búninginn var þetta ekki
karlmaður. Þetta var kona, bústin og um-
fangsmikil og dyrgjuleg og jafnvel feit.
Undir jakkanum gat hann greint lögun
þungra og svellandi brjósta hennar.
Með ótvíræðri kvenlegri hreyfingu var
hönd lyft og slæðunni þeytt frá andlitinu,
og honum kom hreyfingin svo einkenni-
lega kunnuglega fyrir sjónir. Það var
ókleift að greina andlitsdrætti í þessari
skímu, en nú var sagt: „Halló, Jim,“ og
skyndilega hætti heimurinn að vera raun-
verulegur. Honum varð afskaplega illt.
Því var eins farið um hreim raddarinn-
ar og fótatakið og hrævareldinn, að það
kippti honum áratugi til baka, og það var
sem einhver alókunnugur segði:
„Tína, í guðanna bænurn!"
Og í nær sama vetfangi var hann alveg
viss um, að annaðhvort væri hann orðirm
brjálaður eða þá algerlega ofurölvaður og
frá sér. Þessi spikfeita, klunnalega kona
gæti ekki verið Tína.
Samt var það rödd Tínu, sem svaraði
honum:
„Eg dvaldi hjá landshöfðingjanum. Svo
frétti eg, að þú værir kominn."
Þetta var hlý og hljómbyrgð rödd með
örlitlum erlendum hreim, sem þó hvorki
var hollenzka né frakkneska né rússncska.
í öllum heimi var engin önnur rödd þess-
ari lík. Hún talaði blátt áfram og hvers-
dagslega, eins og hefðu þau hitzt síðast í
gær í staðinn fyrir tólf árum.
Og í einu andartaki endurlifði hann
heilan áratug ævi sinnar, sem nú var liðinn
að eilífu í aldanna skaut og kæmi aldrei
aftur — nætur á íljótinu, í Grand Hótel
du Cap í Singapore, á Sumatra og nætur
um borð í gömlu skonnortunni Artemis,
sem fyrir langa-löngu var veðruð og blásin
á kóralrifi eyjar einnar tæpar 100 mílur
þaðan, sem hann sat núna.
Hann heyrði hana segja: „Viltu ekki
bjóða mér eitthvað að drekka?’1 og hann
áttaði sig þegar. Hann skrúfaði upp í lamp-
anum og virti hana þögull fyrir sér um
langa liríð. Hann sá, hve hún var orðin af-
skaplega feit og digur. Hinar yndislegu
bungur og beygjur líkamans höfðu blásið
upp og tútnað út í eintóma jafnbola dig-
urð. Andlitið var þrútið og uppblásið og
illa málað. Og munaðlegur munnurinn
var orðinn vanskapaður og ólögulegur á
allan hátt. Hún brosti napurt til hans, og
sást þá í tvær gulltennur, sem hann kann-
aðist ekkert við.
Aðeins augun voru óbreytt enn, æsandi
fögur og töfrandi.
Sem allra snöggvast fann hann bregða
fyrir hlýju af eldi þeim, sem eitt sinn hafði
nærri brennt hann upp til agna. En sá hiti
var ekki af völdum þessarar konu, heldur
augna hennar og hinnar hlýju, hljóm-
byrgðu raddir hennar og vegna einhverr-
ar endurminninga — endurminninga um
Albertínu Robb, hollenzka, rússneska og
frakkneska að nokkru leyti, en að áttungi
Malaji. — Og nú var það Malajinn, sem
að lokum hefði numið líkama hennar.
„Dvaldi hjá landshöfðingjanum." Hon-
um var Ijóst, hvað í því fólst, og hann
þekkti landshöfðingjann, feitan og sóða-
legan Portúgala, grænan á liörund.
Hún virtist ekkert taka nærri sér né illa
upp þessa nánu athygli hans. Hún leit bros-
andi á hann. „Já, eg hef breytzt nokkuð,”
og hún kveikti sér í vindlingi með malaja-
kæruleysi. „En það hefur þú líka gert.
Þannig er lífið.“
Hann spurði mjög hversdagslega og eins