Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Qupperneq 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Qupperneq 50
40 ÞAÐ, SEM ALDRiEI VERÐUR ENDURHEIMT N. Kv. væri að segja lionum, að allir hans pen- ingar væru sér einskis virði. „Og hvað svo?“ ,,Eg tek hús á leigu og verð gömul, og svo dey eg.“ Frið. Hún nefndi frið. Eg á frið. Hún lét jafnvel enga gremju í ljós yfir því, að hann hafði keypt sig lausan og skilið við hana fyrir tólf árum, er hann hélt heim aftur frá Austurlöndum til að verða valda- mikill maður í Lundúnum og vellauðug- ur, setjast þar að og kvænast síðan og verða mikilmenni. Völd! Auðæfi! Mikilmennska! Orðin urðu beizk og nöpur í huga hans. Hann sá framvegis fyrir sér gúmmí-ekr- urnar í Anaó og veggsvalirnar og Albertínu Robb, og liann fann á ný sting í hjarta og kvíða, sem liafði gripið hann daginn þann, er hann reið burt eftir geilinni í kjarrskóg- inum og kvaddi í síðasta sinn sitt gamla líf þar. Hann minntist þess, að hann hafði litið aftur í síðasta sinn með snöggum og óvæntum sársauka við skilnaðinn. Hann sá hana fyrir sér, þar sem liún stóð á svöl- unum, algerlega hreyfingarlaus, án þess að mæla orð af munni né kalla á eftir hon- um, þögul og innibyrgð, sárgröm yfir burt- för þans, en þögul. Jafnvel á þeirri stundu hafði Malajaeðli hennar betur. Hann velti fyrir sér: „Hvað þá, hefði eg snúið aftur í stað þess að halda áfram?“ ,,Þú hættir að skrifa mér,“ sagði hann. „Eg var hræddur um, að þú værir dáin.“ „Eg las í blöðunum að þú værir giftur." Hún yppti feitum öxlum sínurn eins og frakknesk kona. „Og eftir það. . . . auk þess var öllu lokið.“ „Nei,“ sagði liann „Þess lráttar verður aldrei lokið.“ Hann heyrði glaðlega og fagra rödd hennar gegnum sterkan hvin skordýranna. „Þegar eg heyrði, að þú værir með lysti- snekkjunni þeirri arna, varð eg að sjá þig enn á ný — í síðasta sinn. Við sjáumst aldrei framar. Eg varð að sjá þig.“ Hún liikaði sem snöggvast, og liann fann á sér, að hún mundi hafa ætlað að segja eitthvað meira, en hætt við það. í ljósskímu olíu- lampans sá hann bregða fyrir bliki í aug- um hennar, er sendi hitabylgju gegnum hann. Örstutt andartak voru þau svo náin hvort öðru, en svo óðar fjarlæg. Hún hló. „Svo hellti eg Portúgallann fullan. Hann vaknar ekki fyrr en um há- degi á morgun. Og svo kem eg.“ Hún kveikti í öðrum vindlingi. „Ef til vill hefði eg ekki átt að koma.“ Hún leit af honum og sagði: „Eg kom ekki til að valda þér leiðinda. Eg þarf enga peninga. Eg skal ekki ónáða þig framar — aldrei.“ Hann svaraði þessu engu, og hún sagði: ,,Þú lítur laslega og þreytulega út. Hita- veiki?“ „Nei. Engan hita. Að minnsta kosti ekki líkamlega." „Þú hefðir aldrei átt að koma aftur hing- að til hitabeltanna. Þú þolir það ekki.“ Hann rauk upp æstur: „Því þá ekki? Eg er jafn hraustur, og eg hef nokkru sinni verið.“ „Nei, Jim. Hvorugt okkar er það, en það er ekki það, sem eg átti við.“ Eftir nokkura þögn sagði hún og hvessti á hann augun: „Hvers vegna komstu ann- ars aftur?“ Hann velti fyrir sér, hvað hún myndi hafa í huga. „Eg kom aftur til að líta eftir eignum mínum.“ Og eins og hann hefði gleymt því: „Til að safna plöntum. Þær eru allar í rimlakössunum þarna á þilfar- inu. Þær eiga að fara á safn eitt heima.“ „Safna plöntum,“ tók hún upp aftur góð- látlega, en þó hálf-kímin. „Það er líka ágætt nafn á því, sem eg hef fyrir stafni,“ og hún bandaði aftur höfði í áttina til þorpsins. „Safna plöntum. Við verðum öll eitthvað að gera, unz mál er að deyja.“ (Framhald.)

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.