Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Page 17

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Page 17
N. Kv. SÍRA SIGTRYGGUR GUÐLAUGSSON 71 uggt vitni um snilldarhandbragð og listgáfu höfundar síns. Áður er þess getið, að síra Sigtryggur kunni að leika á Orgel, en auk þess lék hann á hörpu (sítar), og þótti okkur nemendum nrjög skemmtilegt að heyra hann leika á það sjaldséða hljóðfæri. Heimilið. Síra Sigtryggur kvæntist öðru sinni 12. júlí 1918 Hjaltlínu Margrétu Guðjónsdótt- ur, bónda á Brekku á Ingjaldssandi. Hún er kennari að menntun og mjög vel menntuð í handavinnu kvenna, enda kenndi hún handavinnu árum saman í Núpssóla með ágætum árangri. Þá er hún og vel fær í garðyrkju, enda verið alla tíð stoð og stytta nranns síns við ræktunarstörfin í Skrúð. Og síðustu árin, síðan líkamlegt þrek síra Sig- tryggs tók að þverra, hefur hún með dæma- fáu þreki borið hita og þunga dagsins varð- andi umsjá reitsins og vinnu við hann. Hún ann sjálf ræktunarhugsjóninni og kunni því að meta lífsstarf manns síns og hjálpa öllu ungviði til nokkurs þroska. Gamall nem- andi Núpsskóla (H. Kr.) segir þannig frá í blaðagrein árið 1947 um störf þeirra hjóna: „Þáttur hennar (frú Hjaltlínu) í störfum þeirra hjóna verður aldrei aðgiæindur. Svo mjög eru þeir strengir saman slungnir. Hún hefur notið þess að starfa með manni sínum og fyrir hann, eins og löngum er hamingja góðra kvenna. Hún liefur vakað yfir heimili hins gamla manns síðasta tímabilið.“ Eg hygg þetta vera sannmæli, og lmn vakti yfir manni sínum til síðustu stundar. Heimili þeira var fyrst í gamla húsinu, sem fyrr segir, en síðustu áratugina hafa þau búið í eigin húsi nærri skólanum og nefnt það Hlíð. Tveir eru synir þeirra hjóna: Hlynur, veðurfræðingur, forstöðumaður veðurstof- unnar á Keflavíkurflugvelli, og Þröstur, stýrimaður á varðskipunum. Eru þeir báðir kvæntir og hinir nýtustu menn. Síra Sigtryggur var hinn ágætasti eigin- HjaUlína M. Guðjónsd., siðari kona sr. Sigtryggs. maður og faðir, ástríkur og umhyggjusamur til hinztu stundar. Hér hafa að nokkru verið rakin helztu atriði úr ævi síra Sigtryggs og þau marg- þættu störf, er liann vann. Og aldrei van- rækti hann eitt þeirra á kostnað annars. Allt stefndi að sarna marki: Ræktun lýðs og lands. Hann var trúr æskuhugsjón sinni, er felst í fyrrnefndum einkunnarorðum skól- ans. Trúin á guð og föðurlandsástin voru leiðarstjörnur hans ævilangt. Hálftíræður skrifar hann þessi orð í bréfi til mín: ,,í öllu menntalífi voru finnst mér það vera aðalatriðið að leiða föðurlandsást, feg- urðarsmekk og guðstrúarlotningu inn í sálir nemendanna. Svo á starfsfýsn og þekking að byggja þar ofan á.“ Þegar ég les þessi orð, finnst mér sem ég sjái hinn látna leiðtoga í kennarastóli, sé trúaralvöruna, skapfestuna, einlægnina og ástúðina í svip hans, Með öllu starfi sínu efldi hann trú manna og föðurlandsást, glæddi fegurðartilfinningu og lotningu fyrir dásenrdum móður náttúru. Hann var fjöl-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.