Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Qupperneq 22

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Qupperneq 22
76 ÍSLENZKIR ÆTTSTUÐLAR N. Kv. Einari Björnssyni þann vitnisburð, að hann hafi af föður sínum og móður og þeim mönnum öðrum, sem aldur hans vissu, sagð- ur hafa verið 19 vetra þegar Guðmundur Arason reið með mönnum sínum í Norð- lendingafjórðung, en það var árið 1427. Hefur Filippus því verið fæddur um 1408. Þegar Sólveig sú dóttir Guðmundar Arason- ar og Helgu Þorleifsdóttur, sem lifði þegar Filippus gaf vitnisburð sinn, kona Bjarna Þórarinssonar, fæddist, segist hann hafa ver- ið 23 vetra.55) 22. ágúst 1489, í Haga á Barðaströnd, lýsir Filippus yfir því, að hann hafi gefið Dýr- finnu Gísladóttur, sonardóttur sinni, 10 Itundruð í skógarpartinum í Botni í Patreks- firði, og hafi kona hans, Gróa Ketilsdóttir, og synir þeirra, Gísli og Loftur, samþykkt þágjöf.56) xa. Loftur Filippusson. Hans er fyrst getið í brúðkaupi Gísla bróður síns á Hóli í Bíldudal 7. febr. 1460, er hann samþykkti gjöf foreldra sinna á hálf- um Haga til Gísla.57) 30. nóv. 1471 er Loftur orðinn prestur, og er hann þá vottur að því á Espihóli í Eyja- firði, að Þorleifur Björnsson og Magnús Benediktsson gerðu *samning með sér. Loft- ur er þá eflaust í fylgd með Þorleifi. Bréfið um samning þenna undirritar séra Loftur á Sjávarborg í Skagafirði 9. janúar 1472.58) 18. s. m. er hann vottur á Hólum í Hjalta- dal.59) Daginn áður, 17. s. m., er hann vott- ur að því á Meirum-Ökrum í Skagafirði, að Kristín Þorsteinsdóttir gaf Ingveldi Helga- dóttur, dóttur sinni, fylgikonu Þorleifs Björnssonar, tíundargjöf úr fé sínu, Sá gern- ingur er undirritaður á Þingeyrum 11. febr. s. á.60) 24. maí s. á. er síra Loftur í Haga og er þá vottur að fyrrgreindum samningi Sigríðar 55) D. I. VI, bls. 435. 56) D. I. VI. bls. 678. 57) D. I. V, bls. 205-206. 58) D. I. V, bls. 671-672. 59) D. I. V, bls. 652. 60) D. I. V, bls. 656 og 658. Þórðardóttur, frænku sinnar, við Gísla bróð- ur sinn, og er vottorðið skráð í Vatnsfirði 22. apríl 1473.61) Á því ári tók síra Loftur við Gufudalsstað, og afhentu erfingjar síra Helga Þorkelssonar muni kirkjunnar eftir skrá, sem enn er til í frumriti.62) 28. ágúst s. á. er síra Loftur ásamt fleirum í skoðunar- gerð í Vatnsfirði, er Stefán biskup vísiteraði þar.63) Árið 1479 afhenti Loftur Gufudalsstað, en síra Þorsteinn Þórarinsson tók við. Enn er til frumrit af skránni yfir afhendinguna, og gaf Loftur þá eða lúkti kirkjunni þetta: ,,. . . sancte Johannis líkneski baptiste, tvær koparstikur og tvær altarisbrýn fyrir ij hundruð og tvær klukkur fyrir fjögur hundruð. Skyldi allir þessir peningar, brýn og stikur vera ævinleg eign kirkjunnar í Gufudal.“64) í dómi síra Eyjólfs prófasts Sigurðssonar, sem gekk undir Múla í Skálmarnesi 10. ágúst 1484, segir, að síra I.oftur Filippusson hafi á sínum tíma tekið vitnisburði um eign- arhald á jörðinni Selsker í Múlakirkju- sókn.65) Líklega hefur Loftur tekið Selárdal strax þegar hann fór frá Gufudal, en þar er hann 1495, svo sem síðar getur, og síðan til ævi- loka. Hans er getið á Hrafnseyri 30. júlí 1481, er þau gerðu helmingafélag með sér Jón danur Björnsson og kona hans Kristín Surnarl iðadóttir.6 6) 6. október 1483 er síra Loftur í Skálholti og er þá vottur að því í biskupsstofunni, að Gísli bróðir hans, mágur Magnúsar biskups, gefur Dýrfinnu dóttur sinni heimanfylgju til móts við Jón íslending Jónsson. Bréfið um þenna gerning undirritar síra Loftur í Holti undir Eyjafjöllum 7. marz 1484.67) 61) D. I. V, bls. 667. 62) D. I. V, bls. 701-702. 63) D. I. V, bls. 714. 64) D. I. VI, bls. 203. 65) D. I. VIII, bls. 73. 66) D. I. VI, bls. 392. 67) D. I. VI, bls. 501.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.