Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Qupperneq 51

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Qupperneq 51
N. Kv. SJÁLFSÆVISAGA 105 Hann hélt til niðri á Úlfsstöðum, því þar voru rýmri húsakynni. Skepnur sínar hafði hann í kotinu og gekk þangað til gegninga. Jóhann var góður vefari, átti vefstól og setti hann upp í kotsbaðstofunni og þrengd- ist þá heldur um okkur snáðana, en okkur þótti það meira en tilvinnandi að fá Jó- hann og vefstólinn. Vefstól höfðum við aldrei séð og þótti hann furðuverk mikið. Jóhann var glaðsinna og hafði það jafnvel til að taka þátt í leikum okkar drengjanna. Já, það var nú meiri karlinn hann Jóhann Tómasson í okkar augum, hann gat næst- um því allt. Þriðja soninn — og þann síðasta — eign- uðust foreldrar mínir, vorið sem við flutt- um að Úlfsstaðakoti, var hann heitinn Ólaf- ur, og bar nafn sambýlismannsins á Tyrf- ingsstöðum er svo snemma hvarf af sjónar- sviðinu. Það man ég, að ég var mjög af- brýðisamur gagnvart Óla, fannst mér mamma sýna þessu litla gerpi fullmikið ást- ríki og allt á rninn kostnað. Úlfsstaðakot stendur skammt neðan við neðstu brekku fjallsins, heitir hún Björg og verður þeirrar brekku síðar getið. Rétt of- an við bæinn er gróin melalda, standa þó klappir víða upp úr gróðrinum. Þarna er ákjósanlegur leikvöllur fyrir mannleg ung- við, enda dvöldum við bræður þar löngum. Utan við túnið taka við melöldur svo vina- legt og skýlt er heima á kotinu. í Úlfsstaða- koti bjuggu foreldrar mínir í fjögur ár og höfðu aldrei nema helming býlisins, munu þau lítið hafa fært út kvíarnar þar, enda var árferði hið erfiðasta, alltaf annað hvort sumar- eða vetrarharðindi, og sum árin hvort tveggja. Heldur eru minningar mínar þoku- kenndar frá þessum árum, þó eru stöku at- vik eins og greypt í hug rninn og ætla ég að segja frá þeim sem skýrust eru. Fljótlega var farið að nota mig til snún- mga, reka úr túni og sækja kúna, sem aldrei var nema ein á þessum árum. Á Úlfsstöð- um voru 4 og stundum 5 kýr mjólkandi og átti ég oft í brösum við þær. Man ég bezt eftir einni. Hún var stærðar skepna, föl- rauð með hvíta stjörnu í enni. Hornin höfðu verið söguð af henni að mestu, svo eftir stóðu stuttir stiklar. Fullorðið fólk sagði að ástæðan til að hornin voru af henni tekin væri sú, að hún hefði haft þann leiða ávana að rífa niður alla þá veggi, er hún náði til, en strákar, sem venjulega eru vitr- ari en fullorðið fólk, sögðu mér að kusa væri mannýg, og því hefðu hornin verið af henni tekin. En ég þóttist hvergi hræddur hjörs í þrá, enda lagði kusa ekki til mín lengi vel. En þar kom að lokum, að henni leiddust mannalæti mín og gerði á þeim skjótan enda. Mikið og grösugt fjalllendi tekur við of- an Bjarganna, skiptast þar á deig mýra- sund osr valllendissrundir. Þar var búsmal- o o anum haldið og kýrnar reknar upp á Björg- in hvern morgun. Venjulega komu þær sjálfkrafa ofan, þegar leið að kveldi. Eins og áður er getið, stóðu fjárhús frá Úlfs- staðakoti æði kipp suður frá bænum og var túnblettur kringum húsin. Leið Úlfsstaða- kúnna lá þar nálægt, er þær komu ofan úr fjallinu á kveldin. Það var siður þeirra að taka toll af túngresinu, áður en þær héldu lengra. Einu sinni, sem oftar höfðu þær staðnæmzt við húsin og bað mamma mig að skreppa suður eftir og stugga kúnum áleiðis til Úlfsstaða. Ég var þess albúinn, greip bezta reiðskjótann sem ég átti — hann var nú reyndar ekki annað en hrífuskafts- brot — og þeysti áleiðis suður á gerðið, en svo voru húsin nefnd venjulega. Var nú ekki að sökum að spyrja, rak ég kýrnar með offorsi og óhljóðum ofan grundina áleiðis til Úlfsstaða og notaði óspart prikið, ef ég náði til þeirra. En allt í einu snýr sú rauða sér við, þessi mannýga, rekur í mig stiklana og sendir mér niður í gilskorning all djúp- an. Þá kom nú heldur en ekki annað hljóð í strokkinn, öskraði ég svo hátt sem orkan leyfði. Ég býst við að kusu hafi ofboðið, því hún gerði ekki meira að verkum, heldur IV
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.