Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 16

Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 16
14 S.KUG G S .J Á þetta. Þú getur rauIaS eitthvert snoturt lag, og eg er viss um, aS okk- ur gengur þetta eins vel og þó viS hefSum búiS frá barnæsku.” Perkins hvolfdi kassa sem þar var, og settist á hann og tók til aS blístra, en Anna fór aS raula. Vinnukonan stakk höndunum í síSurnar, en dreng- irnir stóSu álengdar og horfSu á meS aSdáun. Kýrin varS alveg hissa. Hún fór aS jórtra og sneri því hvíta í augunum, og horfSi af og til kvíSa- full aftur meS síSunum. Hún barSi halanum kring um sig og sló annaS gleriS úr gleraugum Perkins og fylti augu hans meS daunillu ryki. “Eg verS aS binda halann á henni, sagSi hann, er hann hafSi nuddaS augun nokkra stund. “ÞaS stendur í bókinni; eg er hissa eg skyldi ekki sjá þaS strax.” Hann batt nú halann viS afturfótinn, en kusu auSsjáanlega mis- líkaSi þaS, því nú tók hún upp fót- inn og þeytti mjólkurfötunni langar IeiSir, en þessi litli dropi, sem í henni var, skvettist beint framan í Önnu og útataSi allari silkikjólinn hennar. “Skelfing eru þetta,” æpti vinnu- konan. “og öll blessuS mjólkin fór til ónýtis.” “Nóg mjólk samt,” sagSi Perkins; "en kýrin vill ekki hafa halann bund- inn viS fótinn á sér. Sjáum nú til, eg hefi ekki skiliS höfund bókarinnar rétt. Eg á — stendur í bókinni — aS binda halann viS fótinn----fótinn á sjálfum mér á hann sjálfsagt viS. þarna kemur sannleikurinn I En aS eg skyldi ekki skilja þetta! Réttu mér spotta, Bríet, eg skal gera gott úr þessu.” Vinnukonan fékk honum spotta, sem hann svo vafSi utan um halann á kúnni og batt hann svo viS fótinn á sér. “Nú verSur hún góS, vona eg,” sagSi Perkins hróSugur. “RaulaSu nú, Anna, eitthvaS blíttt og viS- Icvæmt, svo hún viti, aS viS erum vinir hennar.” Um leiS og hann sagSi þetta, kipti hann aS sér fætinum og ætlaSi aS setjast niSur, en viS þaS strengdi á spottanum og halanum á kúnni, sem tók undir sig stökk og hljóp yíir vegg, sem þar var nærri og yfir kálgarS, meS Perkins í eftirdragi. dragi. “Úti um mig!” hrópaSi hann í dauSans ofboSi. Þetta fát kom á hann af því aS kýrin stefndi beint á bí- flugnabúr. En meS miklum erfiSis- munum gat hann í þessum Svifum slit- iS sig Iausan frá beljunni, sem hélt sínu striki í gegn um bíflugnabúrin og svo út á veginn meS allar býflugurn- ar á eftir sér. Perkins stauIaSist á fætur og haltraSi heim. Anna dreif hann ofan í rúm, makaSi hann í arn- ikuáburSi og vafSi hann allan meS bómull. Morfnminn eftir kom einn nágranninn meS kúna. Hún var tals- vert bólgin í kring um augun eftir flugurnar, og halinn illa útleikinn eftir áreynsluna. “EigSu hana, eigSu hana,” sagSi Perkins. “Þér er velkomiS aS eiga hana. Eg vil ekki siá hana! Og Val- hnotu-staSir eru til sölu. Eg ætla aS flytja mig aftur til borgarinnar. Mér líkar ekki sveitalífiS. Enginn getur IifaS í sveit nema sá, sem því hefir vanist frá barnæsku.” En alt af var ástúSin og umburSar- lyndiS eins hjá Önnu, því hún forS- aSist aS segja: “Þetta sagSi eg þér!” ([rftt úr enskn.) ,

x

Skuggsjá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuggsjá
https://timarit.is/publication/527

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.