Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 21

Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 21
S K U G G S .1 Á 19 veitingahús þaS, er væri í hinum enda bæjarins. Stúlkan gekk þangað, enn þá feimn- ari og hugminni en áður, en barði þó að dyrum. Veitingahús þetta var í rauninni ekki annað en drykkjustofa, þar sem að eins óbreyttir hermenn sátu að drykkju. Veitingakonan virti hana fyrir sér, og var heldur tortryggileg á svipinn. Hana hefir án efa grunað, að stúlkan ksemi úr hegningarhúsinu, því að loks rak hún hana burtu, með því að hún kvaðst eldrei lofa neinum að vera nætursakir. La Bretonne þorði eigi að herða að henni með gistinguna, og gekk í burtu, álút og hnuggin, en í hiarta hennar vaknaði hatur til allra manna, þar sem þeir höfðu þannig snúið við henni bakinu. Hún hafði nú engin önnur úrræði, en að leggja af stað íótgangandi til Langres. Þetta var síðast í nóvembermánuði. Nóttin fellur þá snögglega á. Myrkrið d rtt líka brátt yfir hana; hún sá varla götuna, sem lá á milli tveggja skóga, en kaldur norðanvindurinn þeytti í sundur stórum hrúgum af visnum lauf- blöðum. Hún knnni eigi að ganga, eftir kvr- setuna í þessi sex ár, sem hún hafði vcrið lokuð inni; fætur hennar kunnu e:gi við sig í nýju skónum, eftir tré- skóna, sem hún hafði haft í hegningar- húsinu. þá er hún hafði gengið eina mílu, voru komnar vatnsblöðrur á fæt- urna, og hún þegar þreytt orðin. Hún settist skjálfandi á stein, og spurði s'álfa sig, hvort hún ætti sannarlega að deyja af kulda og hungri á þessari hinni koldimmu nóttu, og í þessum ís- kalda næðingi, er komið hafði kulda- hrolli í hana. Alt í enu þóttist hún heyra gegn um vindhviðurnar, þar sem hún sat einmana, langdreginn hljóm. Hún fór að hlusta, og heyrði þá að það var mannsrödd, sem var að eyngja. Söngurinn var blíðlegur og tilbreytingalaus, eins og þegar verið er að svæfa barn. Hún reis á fætur og gekk á hljóðið. Þar var bugða á veg- inum, og sá hún þá dauft ljós skína á milli trjánna. Fimm mínútum síðar kom hún að gömlum húskofa; veggirnir voru úr leir, en þakið úr torfi. Eigi var nema einn gluggi á kofanum, og út um hann lagði bjartan geisla. Með angist í huga réðst hún þó til að berja að dyrum. Söngurinn hætti, og bónda- kona kom út og lauk upp. K.ona þessi var á líkum aldri og La Bretonne, en vinnan hafði þegar gert hana þreytu- lega og ellilega. Treyja hennar var opin að framan, og skein í bert hör- undið, brúnt og sólbrent; hárið var rautt og úfið og lafði niður undan dá- lítilli húfu, sem hún hafði á höfðinu. Kona þessi var gráeygð. Með undr- un horfði hún á ókunnugu stúlkuna, sem var eitthvað frábreytt öðrum. Gott kveld, sagði hún og lyfti upp lampatýrunni, sem hún hélt á í hend- inni; ‘‘hvað viljið þér?” ‘Eg kemst ekki lengra," tautaði Le Bretonne með grátraust; ‘‘það er svo langt til bæjarins; og ef þér viljið lofa mér að vera í nótt, gerið þér mér mik- inn greiða. Eg á nokkra peninga, og eg skal borga yður fyrirhöfnina.” Komið þér inn,” svaraði konan eft- ir litla bið, og bætti síðan við ‘‘Hvers vegna gistuð þér eigi í Auberive?” I röddinni lá fremur forvitni en tor- trygni. “Af því að enginn vildi lofa mér að vera,” svaraði La Bretonne, og horfði í gaupnir sér um leið; hún varð gagntekin af samvizkubiti og bæ'tti við: “en það var af því, að eg kem úr hegningarhúsinu, og menn fá eigi traust annara á sig við það.”

x

Skuggsjá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuggsjá
https://timarit.is/publication/527

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.