Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 25

Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 25
Eta gammar holdiS, en beinin falla gegn um rimlana niÖur í turninn. Þess vegna eru gammarnir friShelgir. Sólin var komin nokkuS á loft og mjúkur morgunblær bar ilm af blóm- unum aS vitum mínum; loftiS var enn ómengaS eftir svala næturinnar. Fugl einn tók til aS kvaka, annar tók undir, fleiri bættust viS, og brátt varS hver runnur, hvert tré, fult af fuglakvaki, er dreifSist út í allar áttir, hóf sig til him- ins og fylti loftiS meS inndælum hljóm. En gammarnir sátu kyrrir, hálfmókandi og böSuSu sig í sólinni, er skein á oss úr skarSi einu í Ghates-fjöllum. E.n brátt tóku þeir aS hrína og láta öllum illum látum, svo ekki heyrSist lengur til söngfuglanna. Þeir hölluSu undir flatt og skimuSu allir í sömu átti ina. SíSan fóru þeir aS verSa óþolin- móSir og loksins reiSir, og var auSséS- aS þeir bjuggust viS aS fá morgun- skatt. Engin lík voru á turna-grindun- um; en þá sendu Parsar þeim þangaS kjöt á hverjum morgni til þess, aS þeir yfirgefi ekki turnana. Þá sá eg, hvar kom parsneskur þjónn og gekk ofur hægt og niSurlútur, nærri því hátíSlegur á svip. í höndunum bar hann tvær körfur. Eg hugsaSi, aS þetta myndi nú vera morgunskattur gammanna og stóS viS af forvitni. V ar sem gömmunnum sýndist hiS sarna, því þeir gláptu á hann græSgis- lega og teygSu fram álkuna. Þjónninn gekk aS steinriSinu og tók lokin af körfunum. Voru þær fullar af blóm- um: helíótrópum, rósum, lótusblómum og bröngrösum. Eg faldi mig bak viS tré eitt og starSi á hann. StráSi hann blómunum um riSiS, sneri sér svo mót sólu, lét aftur augun, og hóf hendurnar til himins. SíSan baSst hann fyrir á þessa leiS: “Heilaga ljós! Þú, sem gefur lífiS og tekur þaS aftur, þú ljóm- andi auga Ormudz, líttu í náS niSur á hinn látna húsbónda minn og skín þú fvrir honum, svo aS hann rati leiSina til paradísar.” Þá sást til kynlegrar hersingar á- lengdar. þaS var svo aS sjá, sem gammarnir könnuSust viS hana samt, því þaS var eins og augun ætluSu út úr þeim af græSgi. I broddi fylkingar gengu fjórir þjónar og báru á milli sín blómum stráSar börur, en þar ofan á lá líkiS af Parsa einum. Þar á eftir gengu ættingjar og vinir hins látna, tveir og tveir saman, allir hljóSir, allir niSurlútir og allir í hvítum búningi. Gammarnir fengu veSur af líkinu. ÞaS fór aS koma asi á þá; þeir þöndu væng- ina út til hálfs, kreptu klærnar fast um greinarnar, sem þeir sátu á, og bældu s’g niSur, til þess aS búa sig undir stö kk.:s sem þeir þurfa til þess aS geta gri "iS fh’giS. ÞaS leit svo út, sem þeir ætluSu aS fljúga niSur undir eins og hremma líkiS. I íkfylgdin gekk hægt og stilt upp ESiS meS líkiS, þjónarnir báru þaS inn um hinar litlu dyr á einum turninum, og upp á skáþakiS — járngrindaþak- iS—, og flettu ofan af því ábreiSunni, er hafSi skýlt því. Einn þjónninn varS eftir; hinir fóru niSur aftur og námu rtriSa- h’á líkftdgdinni, sem hafSi skip- aS s'r umhverfis hofiS, er lampinn log- a.Si í me.S hinum eilífa eldi, og baSst fvrir. E’’ þá heyrSist mikill hvinur, eins og þegar stormviSri þýtur í skógarlimi, og dimmdi snögglega uppi yfir, eins og svnrt ský drægi fyrir. ÞaS voru gamm- nrnir. Þeir höfSu eigi getaS stilt sig lengur ; þeir þurftu aS seSja hungur sitt. þeir flugu allir upp í einni þvögu og stevotu sér yfir líkiS. Þar mátti segja aS væri handagangur í öskjunni. Þar var barist meS vængjum og beitt

x

Skuggsjá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuggsjá
https://timarit.is/publication/527

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.