Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 22

Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 22
20 S K V (i G S .1 Á “Nú, komið þér inn alt um það; eg verð eigi hrædd vi<5 neitt; eg aldr- ei átt viS annaíS en eymd a8 búa. Þa<5 þarf samvizku til að reka nokkurn kristinn mann út í þenna kulda. Eg skal búa ySur rúm úr lyngi.” Að svo mæltu sótti hún fult fang sitt af þurru lyngi, sem lá í byrgi einu þar hjá, og fleygíSi því í hormo hjá eldstónni. “Búið þér hér einar?” spurði Le Bretonne hálf feimin. "Já, með krakkann minn, sem er á sjöunda árinu,’ svaraði hin; “eg hefi ofan af fyrir okkur með því að vinna í skóginum.” “Er maðurinn yðar dáinn? spurði La Bretonne. _ Hin brást reið við og mælti: Eg hefi aldrei átt neinn mann; aumingja- krakkinn minn á engan föður. Hver hefir sinn djöful að draga. Nú er rúm- ið yðar til oúið. Hér eru tvær eða þrjar kartöflur, sem eftir urðu af kveld- matnum; það er alt og sumt, sem eg geti boðið yður.” Samræðan varð ekki lengri; því þá heyrðist barnsrödd úr næsta i.^roergi, en það var afþiljað frá fremra her- berginu. Þar var myrkur inni. "Góða nótt,” mælti húsmóðirin; “eg verð að fara til litlu telpunnar, hún er orðin hrædd. Reynið þér að sofa vel í nótt.” Hún tók lampann og fór inn í hitt herbergið, en skildi La Bretonne eftir í myrkrinu. Le Bretonne lagðist á lyngið. Þá er hún hafði borðað, reyndi hún að láta aftur augun, en gat samt ekki sofnað. I gegn um þilið heyrði hún, að konan var að tala í hálfum hljóðum við litlu telpuna, sem hafði vaknað við komu hinnar ókunnu stúlku, og vildi eigi sofna aftur. Móð- irin hampaði henni og faðmaði hana að sér með gæluorðum. Það hafði undarleg áhrif á Le Bretonne, að heyra þessi einfönau orðatiltæki; þessi blíð- yrði vöktu óljósar móðurtilfinningar í brjósti hennar, sem forðum var dæmd fyrir að hafa kæft nýfætt barn sitt. hlún hugsaði með sér: “Ef vi'Oo^.o- irnir hefðu eigi snúizt í svona vonda stefnu. þá hefði litla barnið mitt verið núna jafn-gamalt þessari litlu stúlku.” Við þcssa hugsun og við hljóm hinnar barnslegu ra^^ar fór hrollur um hana alla; einhver blíða læsti sig inn í hið beiska og harðsvíraða hjarta, og hana sárlangaði til að gráta. Nú, nú, litla telpan mín, flýttu þér nú að sofna,” sagði' móðirin. “Ef þú ert þekk, skal eg fara með þig á morg- un á markaðinn, sem haldinn er f minningu um hina heilögu Katrínu.” “Katrínarmessa, það er hátíð litlu stúlknanna; er það eigi mamma?" sagði barnið. Jú, elskan mín.” Er það satt, að hún heilaga Katrín færi öllum litlum börnum leikfang á þeim degi?” “!á. stundum.” “Hví kemur hún þá aldrei með r.eitt til okkar?” “Við búum svo Iangt í burtu, og auk þess erum við svo fátækar.” Færir hún þá einungis ríku börn- unum leikfang? og hvers vegna? Mér þykir líka gaman að leikföngum.” “Jæja, ef þú ert góð og þekk að sofna, gefur hún þér ef til vill einhvern tíma eitthvað.” “Þá ætla eg að sofna. til þess að hún færi mér gull á morgun." því næst þögnuðu þær, og mátti þá heyra léttan og reglulegan andardrátt- inn. Barnið var sofnað, og móðir þess líka. Le Bretonne ein svaf eigi. Tilfinningar, sem bæði angruðu hana

x

Skuggsjá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuggsjá
https://timarit.is/publication/527

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.