Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 18

Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 18
ír. S K U G G S J A laust! — Eg veit raunar hvar kjarninn er falinn. Eg er að eins skrifstofu- stúlka, dcttir löngu dáins manns, sem nokkur vafi leikur á, hvernig verið hafi, — eg hefi heyrt ávæning af því. ------ Svo er eg heldur ekki álitleg tengda- dóttir Lundstads kaupmanns. Er það rkki ástæðan? Segðu mér satt, Henry!” “Jú, að nokkru leyti. En þú veizt samt sem áður ekki alt, Else, eklti allan sannleikann.” “Ó, jú! Henry. Þú hefir eflaust einhverjar afsakanir að færa. ivíáske myndi það setja blett á ætt þína í sumra augum, ef þú gengir að eiga mig. En það gjörir ekkert til. Aðal-atriðið er, að Henry Lundstad er föður sínum hlýðinn, ef til vill með dálítilli þvingun. En eg, e g skal ekki búa þér erfiði og raunir í framtíðinni. Vertu sæll Henry! Þú og faðir minn eruð víst báðir af lágum stigum, hver upp á sinn máta. Else var sta'öin upp, lagði áherzlu á orðin og horfði hiklaust í augu Henry. Hún var rjóð í kinnum, varirnar titr- uðu og augun flutu í tárum. “Else!—Þú ert ósanngjörn. Þú dæmir föður minn og mig, án þess að hafa hlustað á það sem eg hefi að segja. Else, eg hefi ekki forsmáð þig.” “Nei, það er faðir þinn, sem gerir það.” “Þú stríðir mér, Else,—það get eg fyrirgefið. En sýndu mér þá tilhliðr- un, að hlusta á mig stundarkorn. — Maðurinn, sem var faðir þinn, var glæpamaður. Hann hafði tekið út nokkra hegningu, en var þó sekur um meira. Þarna hefir þú sannleikann. Dæmdu svo sem þér sýnist. Faðir minn hefir fyrir löngu síðan orðið sam- dráttar okkar var, og þar af Ieiðandi grafist fyrir um uppruna þinn og ætt- erni. Niðurstaðan hefir orðið sú, er eg hefi nú sagt. Upplýsingarnar fékk hann að mestu leyti frá dómsmálabók- um og fangelsunum. Síðast yfirgat fað- ir þinn landið og komst á skip, sem sigldi til Ameríku. Skipið fórst á leið- inni og faðir þinn með því. Þetta er sannleikurinn, og hann þarftu að vita, áður en þú dæmir föður minn og á- stæður hans.” “Er þetta satt, Henry? Þetta getur ekki verið satt!" “Því ver er það satt, vesalings Else. Faðir minn sýndi mér fullkomin skilríki fyrir þessu.” “Skilríki!? Hvaða skilríki geta sannað það, að faðir minn hafi verið vondur maður? Gat hann ekki hafa verið góður maður, þótt heimurinn segði hann vondan? Ertu viss um, að þeir, sem dæmdu hann sekan, hafi ver- ið betri menn sjálfir? Það getur vel verið, að faðir minn hafi brotið lögin. En eru ekki lögin oft þannig tilbúin, að þau fremur virðast vera gjörð til að fella veikan bróður, en styðja? Nei, Henry, þótt faðir minn hafi í einhverju brotið lögin, þá gefur það enganveginn fullnægjandi mynd af honum. Hann gat verið góður maður fyrir því.” "En þú þektir hann ekki, ,Else. Þú sem varst að eins tveggja ára, þegar hann dó “þekti eg hann ekki? Heldur þú að maður þekki ekki föður sinn, jafn- vel þótt maður hafi aldrei séð hann? Veiztu nema að einhver hulin öfl, ein- hver óþekt skyldleikatengsl geti gefið vísbendingu í þá átt? “Ha, ha! Þama kemur eitthvað nýtt.” Dyrnar að uppgöngunni Iukust upp. Þungt fótatak heyrðist í stiganum. Eftir augnablik stóð Lundstad kaupmaður fyrir framan þau. Hann var meðalhár maður, fagurlega vaxinn, svipmÍKÍll og

x

Skuggsjá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuggsjá
https://timarit.is/publication/527

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.