Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 24

Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 24
S K U G G S .1 Á Greftrunarsiðir. í borginni Bombay á vesturströnd Vestur-Indlands, er trúarbragSaflokkur sá, sem Parsar eru nefndir. Eru þaÖ afkomendur Forn-Persa, sem tilbáSu hinn eilífa eld, sólina; hafa þau trúar- brögS veriS kend viS Zóroaster. Er margt fagurt og háleitt í trúarbrögSum þessum, t.d. trúin á eilíft líf og algjörS- an sigur hins góSa yfir hinu illa. Trú- arbók þeirra, Zend, er rituS á forn- tungu þeirra, er Avesta nefndist, en er nú Iiöin undir lok. Þegar MúhameSs- menn IögSu undir sig Persíu nál. 640 e. Kr., ofsóttu þeir eldsdýrkendur meS báli og brandi, og gátu útrýmt trú þeirra aS mestu, svo nú játa hana ekki aSrir en þessir fáu Persar í Bombay. Eru þeir dugandi kaupmenn, margir auSugir mjög og hafa á sér almennings- orS fyrir hjálpsemi og ráSvendni, og trúa Englendingar þeim oft fyrir áríS- andi störfum. En þó trúarbrögS þeirra sé í mörgu merkileg, eru þó trúarsiSir þeirra kynlegir í vorum augum, einkum greftrunarsiSir þeirra. Danskur r t- höfundur, N. Juel Hansen, segir hér um bil þannig frá þeim í bók sinni: “Frá Níl til H’malyafialla.” “MeSan eg dvaldi í Mombay, gekk eg eitt sinn út snemma morguns til aS litast um á ey þeirri, er borgin stendur á. Sá eg þá, aS í pálmalundinum, sem eg gekk í gegn um, var fjöldi af gömm- um, ,og hreiSur þeirra í hverju tré, og gláptu þeir á mig, er eg færSist nær, en sátu þó kyrrir. Kom eg þá aS háu og fögru steinriSi, sem lá upp aS grind- hliSi einu miklu.. Þar stóS hof eitt lít- iS rétt hjá og logaÖi þar ljós dag og nótt; þaS jartegnar hinn eilífa eld. Fag- ur aldingarSur var fyrir innan grind- hliSiS, meS lágum steinveggjum um- hverfis, og í honum voru fimm turnar af steini, meS einum dyrum niSur viS jörÖu, en engum gluggum, og engin bu3t eSa tindur aS ofan, heldur ská- þekia af járngrindum. þetta var “Dokhmas”, “þagnarturn- arnir", hinn helgi greftrunarstaSur Parsa. Flestir Persar tilbiSja nú Allah og spámanninn (MúhameS), en Parsar á Indlandi hafa stofnsett dálítiS trúar- bragSaríki í Bombay, og þeir hafa varSveitt hinar helgu kenningar Zóró- asters; þeir tilbiSja eldinn og ljósiS, í- mvnd hins hreina og góSa í hugrenn- ingum, orSum og gjörSum, gagnstætt því, sem óhreint er og ilt. Eldurinn hreinsar, segja Parsar, og birtan, sem af honum stendur, flaamir burtu myrkriS, þar sem illir andar hafast viS. Þess vegna má eklci vanhelga eldinn; þess vegna kasta Parsar aldrei óhreinindum á eldinn, fást aldrei viS járnsmíÖi, hleypa aldrei af byssu, og slökkva ald- rei nokkurt bál. Þegar Parsi Iiggur banaleguna, sjá ættingjar hans um, aS hundur sé þar viS, því hann á aS reka í burtu hina ó- svnilegu illu anda, er safnast saman í kring um hann. Nú deyr maourinn. En ekki má brenna IíkiS, því þaS væri aS vanhelga eldinn; ekki má heldur grafa þaS í jörÖu, því henni á maSurinn aS þakka sína líkamlegu tilveru og allar þær velgjörSir, sem henni fylgja. Var því þaS ráS tekiS, aS láta líkiS verSa villidýrum aS bráS. Forn-Persar létu hunda naga hoIdiS af beinunum, enda voru þeir hirSingjar og veiSimerm, og var því hundurinn þeim trúr vinur og förunautur. I Bombay eru lík Parsa lögS ofan á járnrimlana yfir “Þagnarturnunum.”

x

Skuggsjá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuggsjá
https://timarit.is/publication/527

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.