Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 17

Skuggsjá - 01.01.1918, Blaðsíða 17
SKUGGSJÁ 15 Rödd Blóðsins. Eftir C. S. Torquis. Hvernig skyldi þetta ganga? þaS var komið fram á kvöld. Else Bæk hafði tekið fyrir nýtt verkefni, á meðan hún—samkvæimt umtali—beið eftir Henry. Henni varð þó lítið úr verki, og sérstaklega nú, þar sem kom- ið var fram yfir þann tíma að Henry ætlaði að vera kominn. Else var enganveginn fyrir það köll- uð, að vinna. öll hennar hugsun sner- ist um Henry og hvaða fréttir hann hefði að flytja; og þar sem málið snerti framtíð þeirra og hamingju, þurfti sterkari taugar en hún hafði yfir að ráða, til að geta haldið sig að vinn- unni. Hún lagði pennan frá sér, stóð upp frá skrifborðinu og gekk fram og aftur um gólfið. Hún var alein og ótrufluð af öllu, nema sínum eigin hugsunum; því. eins og áður er sagt, var liðið á kveld, langt fram yfir venjulegan skrif- stofutíma, og að eins vegna þess, að hún hafði ekki völ á hentugri stað til stefnumóts, þá beið hún á skrifstofunni eftir hinu þýðingarmikla samtali við Henry. Hellirigning var úti; vatnið streymdi látlaust niður á götuna og lamdi gluggarúðurnar. Stórir pollar voru á götunni og gjörðu umferðina óþægi- lega. Þótt Else biði óþolinmóð eftir Henry, var henni ógeðfelt að vita af honum úti í þessu veðri. Hún dróg niður gluggatjöldin, rendi augunum óþolinmóðlega yfir bleKslett- ótt skrifborðið og veggina, sem voru þaktir myndum, landsuppdráttum og mánaðartöflum. Við og við leit hún í vasaspegil, er hún hélt á. Else var fríð og svipskörp, hraustleg og göfugmann- leg. Eftir útliti hennar að dæma, gátu ungu mennirnir verið fullsæmdir af að eiga hana, jafnvel Henry, sem gera mátti ráð fyrir að gerði harðari kröfur en fjöldinn, þar sem hann var sonur auðugs verzlunareiganda. En Else að- eins fátæk skrifstofustúlka hjá föður hans. Létt fótatak heyrðist í stiganum. Hurðin laukst upp og Henry kom inn. “Gott kveld, Else! — Þetta er Ijóta veðrið. Eg varð seinni, en eg ætlaði. Erindið gekk ekki vel.” “Er faðir þinn ekki ánægður með mig, Henry?” “Eg er líklega ekid sonar hans verð- ug?” “O, það sem viðkemur hæfileikum þínum eða sjálfa pig snertir, töluðum við ekki um. --- En komdu með stól- inn þinn hingað, við skulum tala al- varlega um málið. Sjáðu, faðir minn er ekki sá maður, að hann líti niður á þig. þó þú sért skrifstofustúlka; hann er laus við dramb, og það vissi eg. Þess vegna hafði eg góða von um mála- lok. En því miður fór það annan veg. Það er vegna föður þíns, að leiðir okk- ar verða að skilja, Elsie!" “Föður míns? ---- Hann sem er dá- inn fyrir mörgum árum, og hann var— ja. sannast sagt, veit eg ekkert um hann, en eg get ekki séð, nvernig hann getur verið þessu máli til hindrunar.” “Eg vil feginn segja þér sannleik- ann, Else, en það myndi olla þér enn meiri sorgar, þess vegna hika eg við það. Þú veizt, að sjálfur harma eg þessi málalok, og að það er að eins til að ýfa sárin, að tala um þetta meir.” "Ó, Henry!—Segðu ástæðuna hik-

x

Skuggsjá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuggsjá
https://timarit.is/publication/527

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.