Tjaldbúðin - 01.01.1902, Síða 6

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Síða 6
4 — Islandi og 1 frá Höfn) — »Norðanfari« var með- mæltur Brasilíu-ferðum —. Á árunum 1865—1872 tíndust þangað nokkrir menn, 1870—1872 settust 27 íslendingar að í Wisconsin í Banda- ríkjunum. Og 1872 settist fyrsti íslendingurinn að í Kanada. íslendingar í Bandaríkjunum og Brasilíu rit- uðu mörg brjef til ættingja sinna og vina á ís- landi og hvöttu mjög til vesturferðar. Bijef þessi vóru allmörg prentuð í »Norðanfara« veturinn 1872—1873. Blaðið mælti þá ákaft með vestur- ferðum og flutti allmargar greinar um Vestuiv heim. Vesturfarar skiptust í tvo flokka: Sumir vildu fara til Bandaríkjanna og Kanada aðrir til Brasilíu. Páll og Haraldur, synir Þorláks Jóns- sonar á Stóru-Tjörnum, höfðu farið vestur árið 1872. Mörg brjef frá þeim (til föður þeirra) vóru prentuð ( »Norðanfara«. í’orlákur einsetti sjer að fara vestur til sona sinna og vildi fá sem flesta til farar með sjer. Hann tók því, ásamt 2 öðrum mönnum, að vinna ákaft að vesturferðum. »Allanlínan« bauðst (7. des. 1872) til að flytja menn vestur um haf með allgóðum kjörum. Guð- mundur Lambertsen var umboðsmaður hennar. Safnað var á lista nöfnum fjölda manna, er lofuðu að fara tilBandaríkjanna eðaKanada sumarið 1873. Á hinn bóginn lofaði stjórnin í Brasilíu þeim ís- lendingum, er flyttust þangað, ókeypis flutningi.

x

Tjaldbúðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.