Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 8
6
vesturferðum. Sakir þess fluttist enginn rnaður til
Alaska frá íslandi. Jóhannes Arngrímsson, sem
hafði farið vestur 1872, var sendur til íslands.
Hann var »agent« stjórnarinnar í Nýja Skotlandi
1875 og »útbýtti prentaðri skýrslu um landkosti
þar«. Hann kom eigi miklu til leiðar. »Norð-
lingur« byrjaði 1875 að koma út á Akureyri.
Hann tók svari íslands (eins og »sunnanblöðin«
gerðu) gegn »agentunum«. Benedikt sýslumaður
Sveinsson tók og (eptir boði amtmannsins) í taum-
ana gegn ólögum þeim, er »agentarnir« beittu við
smalamennsku sína. Útflutningslög vóru sam-
þykkt á Alþingi 1875 (staðfest 14. jan. 1876).
Vesturferðir urðu litlar 1875, um 35 manns.
Árið 1876 vóru þrír íslenzkir »agentar«
heima á Islandi: Saniúel Bjarnason (fluttist vestur
1854) og Pórður Diðriksson (hafði og verið
»agent« 1857). Peir vóru báðir »agentar« frá
Utah i Bandaríkjunum. I’riðji »agentinn« var
Sigtryggur Jónasson (fluttist vestur 1872). Hann
var »agent« Kanada-stjórnar og hafði meðferðis
prentaða lýsing á »Nýja íslandi í Kanada«. Hann
var þeirra »langduglegastur«, ferðaðist fram og apt-
ur um Norður- og Austurland og æsti menn ákaft
til vesturferðar. Hann kom mjög miklu til leiðar:
Um 1200 manns fluttust vestur um haf sumarið
1876. Næsta ár fóru aðeins 60 manns vestur,
enda var þá (1877) lítið um »agenta« á íslandi.