Tjaldbúðin - 01.01.1902, Qupperneq 10

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Qupperneq 10
— 8 Arið 1885 korn síra Hans B. Thorgrímsen kirkjufjelagi Vcstur-íslendinga á fót (»Samein- ingin« III. bls. 119). Síra Jón Bjarnason varð forseti fjelagsins, og tók hann ákaft að styðja að vcsturferðum frá íslandi. Árið 1886 var Baldvin Baldvinsson* »agent« Kanada-stjórnar á íslandi. Síra Jón gaf honum meðmæli sín (»lsafold« 2. júní 1886). 500 íslendingar fluttust vestur um haf sumarið 1886. Árið 1886 hætti »Leifur« að koma út, en »Heimskringla« hóf þá göngu sína. Kanada- stjórn keypti þá mörg eintök af blaðinu og ljet senda þau til Islands. Baldvin lagði og fram allan dugnað sinn sem »agent« Kanada-stjórnar. Um 2000 íslendingar fluttust vestur 1887. 8. ág. 1887 kom síra Jón Bjarnason fram með þá tillögu í blaði einu í Winnipeg, að Kanada-stjórn flytti íslendinga ókeypis vestur um haf (»ísafold« 8. sept. 1887). Auk þess ritaði hann í »Sameiningunni« í sömu áttina (»Tjaldbúðin« VI. bls. 4—5). ís- lendingar í Winnipeg hjeldu (eptir tillögu Sig- tryggs) fund til að ræða um innflutning frá ís- landi. Fundurinn var haldinn í september 1887. Þá var innflutningsnefndin kosin. 1 henni vóru * Hann var kirkjuþingsmaður 1885, hvatamaður að stofnun »Sameiningarinnar« og einn af útgefendum liennar 1886. Nokkrum árum seinna dró hann sig út úr kirkju- fjelaginu.

x

Tjaldbúðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.