Tjaldbúðin - 01.01.1902, Page 21

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Page 21
— 19 fyrsta íslenzka nýlendan í Manitoba og var henni gefið nafnið Nýja ísland. Fyrsta árið var enginn prestur í nýlendu þessari. Norska sýnódan (kirkjufjelag eitt lúterskt í Bandaríkjunum) skoraði á síra Pál að heim- sækja Ný-íslendinga. Sakir þess fór hann til Nýja íslands haustið 1876. Hann vann þar ýms prestsverk og flutti nokkrar prjedikanir. Hann var þá ráðinn prestur Ný-íslendinga, og skyldi hann koma alkominn til nýlendunnar næsta ár. Hann efndi það. A leiðinni til Nýja íslands næsta sumar (1877) heimsótti hann landa sína í Minnesota og vann þar ýms prestsverk. 19. okt. 1877 kom hann til Nýja íslands og tók undir eins til starfa hjá söfnuðum sínum þar. Þeir hjetu »Vidalínssöfnuður«, »Hallgríms-söfnuður« og »Guðbrands-söfnuður«. Söfnuðir þessir mynduðu kirkjufjelag, er var kallað »Hinn íslenzki lúterski söfnuður í Nýja íslandi«. Ef síra Páll hefði þá fengið að starfa óárehtur í Nýja íslandi, þá hefði kirkjusaga Vestur-íslendinga orðið allt önnur, en hún er nú. Um þessar mundir var síra Jón Bjarnason (fluttist vestur 1873) í Minneapolis. Hann hafði áður vcrið kennari við skóla norsku sýnódunnar í Decorah, Iowa. En samlyndið milli hans og sýnódunnar fór algerlega út urn þúfur. Orsökin til þess var sú, að hann hneigðist þá að skyn-

x

Tjaldbúðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.