Tjaldbúðin - 01.01.1902, Page 27

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Page 27
— 25 Winnipeg, 1 í Argyle og 5 í Nýja íslandi. Á kirkjuþingunum 1885—1894 mættu að meðaltali crindsrekar frá 14 söfnuðum, eins og á fyrsta kirkjuþingi. Að því er kirkjuþingssókn snertir, stóð fjelagið öll þessi ár í stað. Tala safnaðanna í »ársskýrslum forseta® hefur ávallt verið of há, eins og skýrslur þær eru mjög óáreiðanlegar á margan annan hátt (»Tjaldbúðin« V. bls. 7). — Einn þriðji hluti Vestur-íslendinga eru í kirkjufjelaginu (»Tjaldbúðin« V. bls. 34). — Á kirkjuþingi þessu var, eptir tillögu Baldvins Baldvinssonar, samþykkt að gefa út kirkjulegt tímarit, »Sameininguna«. »Kirkjutíðindi fyrir ísland« 1878—1880 vóru fyrirmynd hennar. Fyrsta ritnefnd »Sam.« var: Baldvin, síra Jón (ritstjóri), Friðjón Friðriksson og Páll S. Bardal. Síra Hans varð »vegna heimilis- ástæðna« að fara af kirkjuþinginu, áður en kosn- ing embættismanna fór fram. Síra Jón var því kosinn formaður kirkjufjelagsins, en Magnús Páls- son varaformaður. 2. kirkjuþingið var haldið á Garðar í Norður- Dakota 1880. Síra Hans var þá fluttur burt frá íslenzku söfnuðunum í Dakota. Og síra Frið- rik J. Bergmann* var orðinn prestur í stað hans. Á kirkjuþingi Jressu mættu 2 prestar, síra Jón * Hann tók það ár próf í guðfræði (við prestaskóla í Philadelphia) og síðan prestvígslu.

x

Tjaldbúðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.