Tjaldbúðin - 01.01.1902, Qupperneq 29

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Qupperneq 29
— 27 Norðmanna í Decorah, Iowa«, las síðan guðfræði nokkur ár, en tók aldrei embættispróf Hann varð prestur íslenzku safnanna í Minnesota. í sam- bandi við þetta kirkjuþing má benda á »inn- flutningsmál kirkjufjelagsins« (»Tjaldbúðin« VI. bls. 3—13). 5. kirkjuþingið var haldið í Argyle í Mani- toba 1889. I’ar mættu erindsrekar frá 13 söfn- uðum og 3 prestar (síra Magnús mætti eigi). í sambandi við kirkjuþing þetta má minnast á trúboð Presbyteríana meðal Vestur-íslendinga og kirkjusundrung þá, sem af því hefur leitt. Sumarið 1887 kom íslenzkur leikmaður, Jónas Jóhannsson að nafni, frá Bandaríkjunum til Winnipeg. »Hann var meðlimur kristniboðs- fjclags í New York: The Seamen’s Friend«. Jónas sneri sjer til síra Jóns og vildi reyna að koma á fót bænarsamkomum í söfnuðinum (undir umsjón síra Jóns). En síra Jón vildi alls eigi hafa neinar bænarsamkomur í söfnuði sínum, og sakir þess vísaði hann Jónasi frá sjer. Jónas sneri sjer þá til Presbyteríana í Winnipeg. I’eir settu hann til mennta og gerðu hann að trúboða sínum meðal íslendinga í Winnipeg. Dr. Bryce var aðalmaður Présbyteríana í máli þessu. Hann færði þá ástæðu fyrir trúboðinu: Að fáir íslendingar sæktu kirkju síra Jóns og menn væru »hræddir um, að hinar köldu, óevangelisku prjedikanir hans mundu hafa

x

Tjaldbúðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.