Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 54

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 54
22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „SÚLAN“ E.A. 300. Framh. af bls. 19. lítið strandferðaskip „Dronningen", sem kom við, nálega á hverri höfn, alla leið til Stavanger. Var skipið fullt af fólki, ýmsar mállýzkur tal- aðar og mörg gömul skrínan opnuð til að ná í bita og dram. I Kragerö, Tvedestrand, Arendal, Grimstad og Kristiansand mátti líta hin gömlu bark- og briggskip, sem nú voru lögð upp, en einu sinni voru skrautleg langferðaskip. Þau höfðu lifað sitt bezta, og lengstu ferðir þeirra nú, voru til Englands á sumrin eftir kolafarmi, ef vindmyllan, sem knúði dælurnar, gat haft við lekanum, að öðrum kosti var það timburflutn- ingur og að fljóta á farminum. Allt þetta var nú að týna tölunni, smá hverfa og víkja fyrir öðrum aðferðum til vörufiutninga á hafinu. Þegar til Stavanger kom, settist skipstjóri að á „Victoria Hotel“, en mér var útveguð gisting á matsöluhúsi hjá Thorbjörnsen nokkrum, sem var hinn mesti óreglugemsi og húsið hafði á sér versta orð, en milli skipstjóra og stýrimanns er mikið djúp og þess vegna voru líka dvalarstaðir okkar eftir því. Samt var ég ekkert að grufla út í þetta; ég hafði gott rúm, nóg að borða, kaup og náðuga daga, meðan við biðum eftir að skipið yrði ferðbúið, en það var hinn 16. jan- úar. Ég komst að því, að margir ungir menn komu oft til skipstjórans; voru það atvinnulaus- ir íslendingar, sem vildu komast heim. Ég réð skipstjóra til, að reyna að fá 2 duglega háseta til ferðarinnar og matsvein, en það fór öðru- vísi. Við fylltum farmrúmin með kolum, tókum nauðsynleg matvæli, og annað er til ferðar þurfti, en á meðan var ég Ann af skipshöfn og hafði engan séð, nema hina 1vo norsku véla- menn, sem ráðnir voru. Eri 20. janúar kom skipshöfnin, ekki 2—3 menn, heldur 9 menn, flestir sjóklæðalausir, með ekkert, sem heitið gat, meðferðis. Einn var méi' sagt að væri bak- ari og átti hann að vera matsveinn, að sögn. Rúmföt eða teppi voru lítt sjáanleg en þó var þar einn í hópnum, stór, laglegur maður, sem hafði allt meðferðis, sem til sjóferða heyrir, kistu, rúmföt, sjóstígvél og olíuföt; — hét hann Valdemar Jóhannesson, ættaður frá Svalbarðs- strönd, náfrændi Þórðar læknis Edilonssonar í Hafnarfirði. Reyndist hann hinn mesti dugnað- armaður þessa ferð. Síðar fór hann til Ameríku. Loks kom kveldið 20. janúar. Þá létum við í haf og ferðin til Islands byrjaði. Nú átti hið nýja skip að sýna kosti sína og galla, sem það og gerði þá 12 daga, sem við vorum á leiðinni. Vélin var lítil, þá talin 87 hö., en er nú aðeins 75, af hverju sem það er. Urðum við því brátt þess varir, að hraði skipsins var lítill, kringum 6—7 mílur. Meðan veður var sæmilegt, höfðum við skipstjóri og Valdemar þá ánægju, að sjá einn og einn háseta vera að skjótast upp á þil- far og matsveinninn eldaði til kveldsins 23. janúar, en þá gerði austan rok. Klukkan eitt um nóttina vorum við Valdemar í stýrishúsi og skipið andæfði. Þá reis sjór, sem hvolfdi sér yfir það, svo það nötraði og skalf og leið góð stund þar til það komst upp úr sjólöðrinu, en nú hafði það slagsíðu og vildi ekki rétta sig; kom þá fyrsti vélstjóri upp í stýrishús og heimtaði, að eitthvað yrði gjört til að rétta skipið, með öðrum orðum moka kolunum, sem farið höfðu út í aðra hliðina, en til þess þurfti að opna lúkur, en það var óðs manns æði að byrja á slíku, því fleiri sjóir gátu rióið yfir það og þá vissi ég hvernig fara myndi. Ég bað vélstjóra að vera rólegan, nú reyndi ég að leggja skipið yfir og sjá til, hvort ekkert lagaðist, þegar við fengjum sjóina á hlið og heppnaðist þannig að fá kolin í samt lag aftur, skyldi hann stöðva vélina og skyldum við svo láta reka. Sættum við nú lagi og fengum vind og sjói á hlið og eftir stóra öldu, sem kastaði skipinu á hliðina, heyrðum við skruðning í farmrúmi og réttist það þá nokkuð. Þá hringdi ég til vél- stjóra og var vélin stöðvuð og við biðum átekta. Skipstjóri hafði frívakt og skildi ég ekki, hvers vegna hann kom ekki upp, því hann hlaut að hafa orðið þess var, þegar sjórinn reið yfir skipið. Fór ég því niður á þilfar til að athuga hvernig umhorfs væri og hið fyrsta, sem ég rak mig á var skipsbáturinn, laus og brotinn rétt við káetukappann, hurð þar brotin og ef- laust fleira, en svo var dimmt, að ég sá vart handa minna skil. Reyndi ég nú að ýta bátn- um frá káetudyrunum og fór niður. Ég heyrði stundur og kallaði til skipstjóra, sem ég ekki sá, því slokknað hafði á lampanum. Hann var í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.