Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 65

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 65
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25 Hverjir vilja sigla skipi pví, er ég nú skal lýsa? Eftir ÞOKGRlM SVEINSSON. Það heyrir til þeim flokki skipa, er kölluð hafa verið knör eða knerrir. Það er 15—16 m. langt, 5—6 m. breitt eða um 40 smálestir br. að stærð. Það er súðbyrt. Tjargað í botninn, en steint mjög fyrir ofan sjó. Það er stafnmjótt, bæði fram og aftur og talsvert borðhærra til stafn- anna en um miðju. Á því eru þiljur að framan og aftan, en ofan á afturþilju er komið fyrir annari þilju og verð- ur þar því herbergi er stýrimenn búa í. Köllum vér það lyftingu. Miðskips eru opin. Þar eru engar þiljur, nema botnþiljur og mjótt gangþrep á bæði borð, milli fram og aftur þilju. Þarna á að láta búlkann (farminn). Yfir hann á að þekja með húðum. Á skipinu er ein sigla og má fella hana eftir vild, því hún leikur á spori niður við kjölinn. Á henni er eitt rásegl og er það gert úr vað- máli. Reiðinn er gerður úr svarðreipi, sem bú- inn er til úr rostungshúðum og honum fest við sigluhún. Stýrið er eins og breið ár. Leikur það í hönd- um við borðstokkinn á stjórnborða að aftan; en að neðan er gat á stýrinu og annað tilsvar- andi á skipshliðinni og er þar dregið í reipi, til að halda stýrinu að. Stýrishálsinn nær upp fyrir borðstokkinn. Er á honum gat til að stinga stjórnvölnum eða hjálmunvölnum í. fyrir fiskveiðar og farmennsku við strendur landsins. Það væri hörmulegur vottur um menningar- leysi, ef Slysavarnafélagið skorti nokkru sinni fé til starfsemi þeirrar, er það hefir með hönd- um, meðan eytt e.r á áttundu milljón króna í áfenga drykki og tóbak árlega. Slíkt menning- arleysi má íslenzka þjóðin ekki láta henda sig. Jón E. Bergsveinsson. Árar eru aftur og fram á skipinu og leika þær í götum á borðstokkunum, og nefnum við þau háborur. Akker er um borð og handvinda eða vinduás, til að draga það upp. Bátur fylgir og látum vér hann yfir búlkann, áður en vér höldum í haf. Tjald höfum við með, er við notum til að tjalda yfir búlkann er vér liggjum við land. Dælur höfum við engar. Þess í stað höfum við tvö rúm, fyrir framan og aftan búlkann, er við nefnum austurrúm og eru hafðar byttur, skjól- ur eða stampar til að ausa skipið með. í skipinu er engin vél, ekki einu sinni eldavél, svo ekkert verður hægt að elda. Skipshöfnin verður að lifa á þurrmeti, t. d. harðfiski, hertu kjöti, hangikjöti, smjöri, tólg o. fl., og verður hún að leggja sér það til sjálf. En drykkur verður sameiginlegur, og er það sýra. Mun ker standa við siglu og skulu allir ganga þar til drykkjar, er þyrstir eru. Mun bætt í kerið úr verplum, er í búlka eru geymdir, jafn- ótt og þrýtur úr kerinu. Á skipinu verður engin klukka, enginn komp- ás, ekkert sjókort, eða neitt af nútíma mæl- ingatækjum, miðunarstöð, loftskeytastöð eða bergmálsdýptarmælir. Það verður því að sigla skipinu eftir sól og stjörnum og öðrum þeim einkennum er athugul- ir sjómenn hafa. Þó myndi ykkur ekki verða þess varnað, að hafa með ykkur hrafna, eins og Hrafna-Flóki, eða eitthvað af líkum tækjum. Hvílurúm verða í fram og afturlyftingu, með- an rúm leyfir, annars í búlka, og liggja menn þar í húðfötum. Þannig er þá skipið og útbúnaður þess. Ég spyr aftur: Hverjir vilja sigla þessu skipi til Noregs eða til Ameríku? Vitar væru auðvitað hvergi. Ég skil ekki annað, en það væri, vægast sagt, álitin lítil fyrirhyggja, að voga sér á slíkri fleytu til annara landa, þó að sumarlagi væri. Enda myndi ég ekki lá neinum það, þó hann hugsaði sig tvisvar um, áður en hann tæki þá ákvörðun, eftir að hafa vanist nútíma skipum. En á svona skipum komu forfeður vorir hing- að og námu hér land. Á þeim komu þeir með konur og börn og alla búslóð og búfénað. Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.