Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Síða 68

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Síða 68
28 feJÓMANNADAGSBLAÐIl) vel. Skipshöfnin var 12 menn, allir úr Hafnar- firði, og urðu margir þeirra síðar viðurkenndir sjómenn, svo sem: Magnús Halldórsson frá Brú- arhrauni, Níels Torfason, Halldór Halldórsson (beykir), Ólafur Jónsson frá Byggðarenda, Þorsteinn Guðmundsson frá Brúarhrauni, Helgi Sigurðsson, Bjarni Sigurðsson, Markús Gísla- son og Guðmundur Jóelsson. Einnig var Hinrik um þessar mundir og síðar Hinrik J. Hansen. mjög oft leiðsögumaður á útlendum togurum, og var hann mjög eftirsóttur.En svo bilaði heils- an og hann varð að fara til útlanda til þess að fá bót á henni. Þegar hann kom aftur heim, varð hann formaður á róðrarskipum, og sýndi sig þá, sem fyrr, hans mikli dugnaður og fyrir- hyggja, og þurfti hann sem fleiri í þá daga oft á því að halda, ekki hvað sízt í hinum svalk- sömu og erfiðu suðurtúrum, sem þá voru farnir. Heppnin og lánið var með Hinrik í fleiru en því, sem viðkom aflabrögðunum. Aldrei varð hann fyrir því öll sín farmennskuár, að hjá honum slasaðist eða drukknaði maður. En hon- um heppnaðist að koma öðrum til hjálpar og bjarga úr lífsháska, enda var hann gæddur frá- bærri athyglisgáfu. Ég ætla að minnast hér á eitt slíkt atvik. Eitt sinn var Hinrik á sjó á litlum bát, er hann átti, við annan mann. Tveir aðrir bátar voru á svipuðum slóðum, en þó nokkuð mikið grynnra, og þó ekki það langt frá, að hann gat séð til þeirra. Hann veitir því eftirtekt, að ann- ar þessarra báta hverfur mjög snögglega og getur hann hvergi séð hann, en hinn báturinn rær til lands, allt hvað aftekur. Hinrik hættir að fiska og flýtir sér svo sem hann má á þann stað, þar sem hann vissi, að báturinn var. Þeg- ar þangað kemur, sér hann annan manninn á flaki úr bátnum, en hinn manninn í sjónum, flæktan í færum. Báðum mönnunum tókst hon- um að bjarga, og fór með þá til lands. Reri svo strax aftur og fékk 30 fiska hlut. Mennirnir, sem fyrir slysinu urðu, voru: Jens Nýborg og Steindór Björnsson í Brandsbæ. Urðu báðir kunnir menn og góðir og nýtir þjóðfélagsborg- arar, en eru nú fyrir nokkru dánir. Þeir sögðu svo frá þessu atviki: Þegar þeir sátu þarna og voru að fiska, tek- ur sig upp stórfiskur mjög skammt frá bátn- um og kom yfir hann og klýfur bátinn að endi- löngu, en það þótti þeim undarlegast, að ann- an helming bátsins sáu þeir aldrei meir. Þegar mennirnir á bátnum, sem hjá þeim var, sáu þessar aðfarir, flýttu þeir sér til lands, án þess að gera tilraun til að bjarga þeim, sem í nauð- um voru staddir — sem fyrr getur. Síðustu árin, sem Hinrik gat stundað sjóinn, reri hann oft einn á bátnum sínum, en hafði stundum með sér ungiing. Hann stundaði jöfn- um höndum þorsk-, lúðu- og hrognkelsaveiðar, og alltaf var byssan með í förinni, því að skytta var hann ágæt, enda kom hann þá með til lands margan selinn og marga hnísuna, og má með sanni segja, að hann hafi verið jafnvígur á all- an veiðiskap. Þegar skipstjórafélagið ,,Kári“ var stofnað hér í Hafnarfirði, var Hinrik einn af stofnend- um þess, en er nú farinn úr því. Honum fannst hann ekki geta verið í því úr því að hann ekki gat lengur fylgst með og sótt fundi. Hinrik var heill í öllum málum, — hvergi hálfur. Ég liefi þekkt hann um langan tíma, eða yfir 30 ár, og hefir mér ætíð reynzt hann þannig. Hinrik J. Hansen hefir lengst af búið í sama húsinu, ,,Hinrikshúsi“, nú Strandgata 17. Þar býr hann með konu sinni, dóttur og tengdasyni, og gerir þetta vandafólk hans allt, sem það má, til þess að gera honum lífið sem ánægjulegast. Ég vil enda þessar línur með því að árna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.