Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Qupperneq 34

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Qupperneq 34
Minnisstæður skipstapi efíir R. Barry O’Brien, sjóliðsforingja Laugardag nokkurn í maímánuði 1891 var merkjaskeyti sent frá Sorrento við Port Philips Bay, nálægt Melboume í Astralíu, þess efnis, að stórt seglskip væri í hættu statt út af Höfðunum. Skeytið var svohljóðandi: — „Fjórsiglt bark- skip er á hættulegum stað, hálfa sjómílu út af boðunum milli Point Nepean og Cape Schanck. Vindur er hvass og fer vaxandi, og sjógangur er mikill. Skipið, sem er öðru hvoru hulið særoki, liggur fyrir tveimur akkerum, og því aðeins, að veður fari batnandi, er von um, að það reki ekki í land. Dráttarbátur hefur verið skipinu til að- stoðar í allan morgun, en hann varð að fara í burtu um hádegisbilið til að sækja frekari hjálp.“ Skömmu eftir að þetta skeyti barst, — en það vakti mikinn óróa og bollaleggingar, — kom svo- hljóðandi skeyti frá merkjastöðinni á Cape Schanck: „Fjórsiglt barkskip, sem liggur fyrir akkerum upp undir boðunum, um 10 sjómílur héðan, hefur sent eftirfarandi merkjaskeyti: ,Skipið rekur. Getum ekki gefið út meiri keðju og höfum ekki fleiri akkeri. Dráttarbáturinn hefur yfirgefið okkur‘.“ Dráttarbáturinn, sem hét Rescue, kom til Queenscliff litlu síðar. Flutti hann þær fréttir, að hið nauðstadda skip væri Craigbum, sem hann hefði dregið út eftir gegnum Höfðana þá um morguninn. Af einhverjum ástæðum hafði dráttartaugin losnað um borð í Craigburn, og þar sem ógerningur var að halda áfram þessa leið á seglum einum, þá lagðist Craigbum til akk- eris. Skipstjóri dráttarbátsins sagði, að Craigbum hefði legið fyrir föstu þegar hann yfirgaf það, en að staðurinn væri mjög hættulegur, og að ef veður batnaði ekki fyrir kvöldið, yrði að draga skipið lengra frá landi, en til að framkvæma það verk, þyrfti fleiri en einn dráttarbát. Hittist nú svo vel á, að kraftmikill dráttarbátur var staddur þama. Hét hann Eagle. Fékk hann þegar skipun um að fara ásamt Rescue, til aðstoð- ar Craigburn. Dráttarbátamir komu nógu snemma út að Craigbui'n til að geta bjargað því, og því hefðu sögulokin átt að verða þau, að dráttarbátamir hefðu dregið skipið af hinum hættulega stað á annan öruggan, en í þess stað endar sagan á ógæfu, harmleik og dauða, og það eingöngu vegna þvermóðsku og sundurþykkju um borð í barkskipinu. Dýmiætur tími tapaðist við að þrátta um björgunarlaunin fyrir að draga skipið á öruggan stað. Craigburn, sem var fallegt skip, 1997 smálestir að stærð, smíðað við ána Clyde 1884, lét úr höfn í Melboume klukkan 11 föstudagskvöldið 8. maí 1891, og var ferðinni heitið til Wellington. Enginn farmur var í skipinu annar en 900 smálestir af kjölfestu. Áhöfn skipsins var 30 merrn auk skip- stjóra að nafni Kerr. Hann var um sextugt og hafði verið skipstjóri á skipinu frá því það var fullsmíðað. í Wellington átti skipið að lesta ýms- ar vörur og flytja þær til Lundúna. Hafnsögu- maður að nafni Blanchard var með skipinu, var hann frá Melbourne, en þar er álitin vera bezta hafnsöguþjónusta veraldarinnar, og Craigbum var dregið af dráttarbátnum Rescue. Segl voru ekki höfð uppi meðan farið var eftir hinum 40 sjómílna löngu sundum. Vindur var hvass, beint á móti, og ferðin gekk seint. Skipin náðu því ekki til Höfðanna fyrr en klukkan 6.30 á laugardagsmorgun, en skömmu áður ræddu þeir saman um það, Kerr skipstjóri og hafnsögu- maður, hvort ekki mundi réttast að leggjast til akkeris út af Sorrento og bíða þar, þangað til vindur gengi vestlægari. Að lokum kom þeim saman um það, að óhætt mundi að halda ferðinni áfram, ef dráttarbáturinn sleppti skipinu ekki fyrr en djúpt út af Point Lonsdale. Ætti skipið þá auðveldlega að ná á stjórnborðsslag fyrir Cape Schanck. Skipstjóri dráttarbátsins samþykkti að gera eins og þeir á Craigbum óskuðu eftir. Ferðin gekk nú eins vel og hægt var að búast við. Skipin voru næstum komin gegnum hin straumhörðu sund, sem myndast milli Point Ne- 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.