Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Side 47

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Side 47
Neptúnus að i{oma úr lunni jrægu veiðiför með metsöluajlann innanborðs. frá Reykjavík og Hafnarfirði. Sjómennirnir á þessum skipum voru um 1500, en mannfjöldi í Reykjavík var ^ sama tíma um 20.000. Arin liSu, skipin færðu mikinn auð að landi, vel- niegun óx en skipin hrörnuðu. Sífellt var þrengt að kag útgerðarinnar til þarfa þjóðarbúsins, ýmsar álögur v°ru uppfundnar, alskyns skattar voru útbúnir, allt uiður í kirkjugarðsgjald var lagt á þessar fögru fleytur. Rétt fyrir 1939 var það orðinn vafasamur heiður að vera tilnefndur í sambandi við togaraútgerð á ís- landi, og ryðdollur og manndrápsfleytur var orðið samheiti í munni almennings um þessi skip. kJpp úr síðari heimsstyrjöldinni verður fjöldi nýju togaranna sá sami og upp úr þeirri fyrri. En á ný €ru Þeir glæsilegustu skip þessarar tegundar sem veið- ar stunda við ísland og þó víðar væri leitað. Nú er sa munur að þeim hefir verið dreift á fleiri útgerðar- staði, enda þótt megnið af þeim sé gert út frá Reykja- 'ik og Hafnarfirði. Fjöldi þeirra sjómanna sem vinnur á togurunum er enn sem fyrr um 1500. En íbúatala höfuðborgarinnar hefir vaxið upp í 50.000 manns, og það er talandi tákn sem vert er að hugleiða jafnhliða, að á sama tíma sem togarasjómannastétt landsins er um 1500 manns, er embættismannastétt landsins í höfuðborginni einni um 1800 manns. Ef bera ætti saman tímabilið frá því í lok fyrri heimsstyrjaldar og þeirrar síðari, ætti fjöldi nýsköp- unartogaranna nú að vera um 60 skip og skipverjar að vera um 3000 manns. Þess í stað virðist helzt sem forráðamenn þjóðarinn- ar hafi ofreynt sig við að kljúfa brattann upp út lág- inni sem togarafloti landsmanna var sokkinn í, og líti nú með velþóknun hins þreytta á hálffarinn veg og segi, sjá hér hve langt ég er kominn, og setjist svo til vel forþénaðrar hvíldar í miðri brekku og snúi baki við tindinum. Það er því talvalið tækifæri nú, þegar einn af ný- sköpunartogurunum vekur heimsathygli á íslenzkum SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.