Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Síða 49
^nnismerki út, bar sem ekki náðist samkomulag um
a * ... r
^gjora það ,'hér innanlands.
^ fyrstu árum Sjómannadagsins, var þetta mál mikið
a dagskrá, og komst dálítil hreyfing á það og á'hugi
Vaknaði fyrir því. En þar sem annað málefni varð
fyrir valinu, til að koma í framkvæmd, sá Sjómanna-
dagsráðið sér ekki fært að berjast einnig fyrir fram-
Væmd þessa máls. Sölusamband íslenzkra fiskfram-
e'ðenda tók þetta mál fyrir, en þá aðeins innan sinna
takmarka, og safnaðist einu sinni lítilsháttar fjárupp-
ft*ð. En
svo komst það ekki lengra þar.
^ þingi Fiskifélagsins 1945 var mál þetta til um-
ra'ðu, 0g naut það óskiftrar hylli þingsins og var
samþykkt eftirfarandi áskorun:
»Fiskiþingið ályktar að skora á ríkisstjórnina og
^®jarstjórn Ryekjavíkur, að láta reisa 1 Reykjavík
j^’nnismerki sjódrukknaðra manna. Skal minnismerki
þetta vera fyrir land allt.
■Minnisvarðinn skal vera svo stór, að í honum geti
Verið smá kapella. Staður fyrir minnismerkið skal val-
inn þannig, að það sjáist sem víðast að, og svo rúm-
góður að unnt verði að koma þar að blómagarði. Ef
unnt væri, telst það æskilegast, að staður sá yrði á
Skólavörðuhæð og þá í nánd við fyrirhugaða kirkju,
með það fyrir augum, að varsla og eftirlit, yrði falið
eftirlitsmönnum kirkjunnar.
Gerð og fyrirkomulag minnismerkis þessa skal
ákveðin að afloknum útboðssamkeppni milli bygg-
ingarmeistara og listamanna af þar til kjörinni nefnd
af ríkisstjórn, bæjarstjórn Reykjavíkur og Sjómenna-
dagsráði.
Ennfremur ályktar Fiskiþingið að skora á háttvirt
Alþingi, að veita til minnisvarða drukknaðra sjó-
manna við Vestmannaeyjar, sem verður reist á næsta
ári, 25 þúsund krónur.
Þess má geta, að við Vestmannaeyjar hafa drukknað
menn af öllu landinu, og telst þetta því ekki eingöngu
héraðsmál“.
Samþykkt þessi var send viðkomandi aðiljum, sem
sé ríkisstjórn og bæjarstjórn Reykjavíkur, en því hefir
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29