Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Síða 60

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1948, Síða 60
með stöðvaða mótora. Skyndilega 'hóf hún skothríð á skipið og setti mótorana í gang um leið og af því stafaði hinn mikli 'hávaði. í fyrstu kom enginn auga á flugvélina fyrr en árásin var 'hafin. Svo gerði hún aðra árás og varpaði þá niður tveimur sprengjum, sem báðar féllu í sjóinn. Veður var bjart og gott. í 8 sjómílna fjarlægð sást skip. Skipstjórinn gaf skipun um að setja stýrið í bak- borða. Loftskeytamaðurinn var beðinn að senda út lýsingu á því hvað gerst hafði, en þá kom í ljós að loftnetið var slitið. Flugvélin hafði verið útbúin með ein'hverskonar klippum, og um leið og að hún flaug lágt yfir skipið hafði hún klippt í sundur aðalloftnet, varaloftnet og flautustreng milli stjórnpalls og reyk- háfs. Við vorum því algerlega sambandslausir við um- heiminn eins og á stóð. Tiibúnir við fallbyssuna. Arás- arskipið hóf skothríð, en fallbyssan okkar dróg ekki nógu langt, skotin misstu marks. Skotin þutu um- hverfis okkur og fél-lu í sjóinn beggja vegna skipsins. 2 björgunarbátar skemdust. Skipstjórinn gaf skipun um að stöðva skipið og fara í bátana. Einn björgunarbátur sökk, enda var hann sundur- skotinn, en mennirnir úr honum voru teknir í ‘hina bátana. Við vorum staddir 1200 sjómílur frá landi og veðrið var gott og heitt, við vorum staddir 20 gráður fyrir sunnan Miðjarðarlínu, og suðaustan stað- vindurinn ætti að vera okkur hagstæður. Akveðið var að bátarnir skyldu ha'lda 'hópinn, og til þess að verða ekki viðskila, þá átti að binda þá saman yfir nóttina. En þeir á árásarskipinu voru ekki á þeirri skoðun og höfðu önnur áform. Arásarskipið sigldi nú að björg- unarbátunum og skipaði öllum að koma um borð, svo að næsta skrefið hjá okkur var það að skríða upp skipshlið — um borð í þýzkt fangaskip. Björgunar- bátunum var svo sökkt með því að hella á þá nokkurs- konar sýru, sem á svipstundu tærði tim'brið í sundur. Hvernig var fangaskipið? Svipað og flutningaskip af meðalstærð. Um borð í því var margt merkilegt að sjá. Áhöfnin var ca. 350 manns. Þýzki herfáninn var nú dreginn að hún, og létti okkur við að sjá það, því að a'f tvennu illu þótti okkur betra að falla í hendur Þjóðverja en Japana. Svo var okkur öllum 40 mönnunum stillt upp og nafnakall hófst. Þjóð- verjarnir voru undrandi yfir því að við skyldum allir koma fram, engan vanta. Hver einstakur maður varð að gefa skýrslu. Við klæddum okkur úr fötunum og fengum sjóbað á þilfarinu og slðan fór fram læknis- skoðun. Við litum í kring um okkur. Nokkrar vél- byssur sáust en engin fallbyssa. 2 stórir pappírskassar á stærð við bílkassa ‘huldu fallbyssurnar. Vaktmenn- irnir voru vopnaðir skammbyssum. Var nú snúið ser að „Aust“ sem var á reki þarna nálægt. Var farið með sprengju yfir í norska skipið og því sökkt þannig fyr*r augunum á okkur, var það dapurleg sjón. Þegar þess11 var lokið var klukkan orðin 18. Okkur var komið fyrir í sal, neðan þilja og glugga' lausum og var stærðin 6X8 metrar. Loftræsting vaf þar af einhverri gerð. Hverjum manni var afhcu1 hengirúm, bolli, tinskál, hnífur, skeið og galffall, tann- bursti og sapustykki. Það var litið pláss fyrir heng'" rumin og urðum við að taka þau niður yfir daginn- Dyr stóðu opnar inn í annað herbergi en þar voru fangar af tveimur norskum skipum, sem tekin höfðn verið fyrir tveimur dögum. Knudsen þekkti afwr menn af öðru skipinu, sem verið hafði „Aust“ sarm tímis í St. Thomas. Arásarskipið hélt áfram leiðar sinnar. Fyrsta dag' inn fengum við engan mat, og var því borið við, ,.að þeir hafi verið 'búnir að borða“, árásin var nefnileg3 gerð skömmu eftir miðdag. Næsta dag byrjaði lífið um borð 'hjá okkur í sinni raunverulegu mynd. A afturþilfarinu var snyrtiklefi með sjó-steypibaði- Auk þess sem áður getur hafði hverjum manni verið a'fhent þvottafat. Vatnsskammtur hvers manns var 1 líter á dag og átti hann að nægja til drykkjar, þvotta og svo frv. Matseðillinn var þannig: Um morguninn rúgbrauð, marmelaði eða gerfihunang ásamt gerfikaffli. Til miðdags: Súpa og kartöflur og ýmsar tegundir bauna, og stundum lítill kjötbiti. Um kvöldið: Brauð, tólg og geffite, auk þess fengum við stundum sardínudos í viðbót, og var þá skömmtuð 1 dós handa 5—6 mönm um. — Andrúsmloftið var slæmt og það var líö® pláss til þess að hreyfa sig. Rafmagnsljós var allan daginn, en frá ki. 8 um kvöldið og til kl. 8 una morguninn var alls ekkert ljós. Um nætur láguu1 við í hengirúmunum með björgunarvesti fyrir kodda- Hengirúmin voru alltof þétt saman. Við áttum að fa að vera 45 mínútur úti á þilfari um eftirmiðdagin11’ til þess að viðra okkur, en sá liður féll oft niðuf- Læknir kom í heimsókn á hverjum morgni og einn'g fangavörðurinn, og spurði hann okkur hvers við ósk- uðum. Helzt vantaði okkur föt, þvií að við fóruna klæðlitlir frá borði, en þau fengum við aldrei. Hins' vegar tóku Þjóðverjarnir frá okkur alla verðmæta hlut' og peninga — fór það uppgjör mjög nákvæmleg3 fram, og 'fengum við kvittun fyrir því, sem af okkuf var tekið. Var okku rsagt að við fengjum hlutin3 aftur og peningana hjá næsta þýzka ræðismanni. Það var lítið hægt að gera, en menn fundu ser 40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.