Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Side 22
Sérci Jón Thorarensen:
Dvalarheimili
aldraðra sjómanna
dagurinn er nú, og sjómannaguðspjallið, þegar JeSliS
geþþ á sþip er miðað við vertíðarbyrjun hins ga^
tíma.
Það er Sjómannadagurinn í dag. Það er hátíðisdag-
ur þeirrar stéttar, sem er þýðingarmest og sterkust
í uppbyggingu landsins og dýrmætust í sambandi
við sjálfstæði landsins og vöxt og viðgang þjóðarinnar.
Ein æðsta blessun, sem landi voru og þjóð hef-
ur hlotnazt, er lega landsins, að það skuli vera um-
flotið af úthöfum á allar hliðar. En slík lega hefur
þá á öllum tímum og allt til þessa dags gert kröfur
til manndóms og framtaks þjóðarinnar. Fiskveiðar
og millilandasiglingar hafa ávalt verið lífsnauðsyn
þjóðarinnar. Orð hins fræga Rómverja Pompejusar
þegar hann sagði forðum: Það er nauðsynlegt að sigla,
hafa verið jafn sönn og lærdómsrík fyrir oss eins og
Rómverja forðum. Og sagan staðfestir, að þær þjóðir
sem átt hafa aðgang að úthöfum og stundað hafa
siglingar og fiskveiðar, þær 'hafa orðið öndvegisþjóðir
í menningu í stjórnmálum og allskonar forustumál-
um hverra tíma. I sögu vorrar eigin þjóðar er þetta
greinilegt. A hinum forna lýðveldistíma þjóðarinnar
meðan öll sjávarmál og viðskipti við útlönd voru í
höndum hinna harðskeyttu landnámsmanna, sem
höfðu nægan skipakost, þá voru blómatímar hér á
landi, en þegar farmennsku og fiskveiðum hnignaði,
gamli sáttmáli kom til sögunnar, og vanefndir
hinna norsku og dönsku konunga, sem höfðu einok-
un á flutningum að og frá landinu, þá hófst það
niðurlægingar og eymda tímabil sem óþarft er að
lýsa, og Játce\ og niðurbceld var þjóð vor allt til
þess tíma, að endurreisnin hefst í útvegsmálum þjóð-
arinnar fyrir og um síðustu aldamót.
Þeir sjómenn, sem nú eru sextugir og sjötugir,
þekkja hér á landi þá mestu breytingu sem hugsast
getur í sjósókn nokkurrar þjóðar. Það er svo margt,
sem þá var nátengt daglegu lífi þeirra og starfi sem
nú er hvorfið í djúp tímans. Þegar þeir voru ungir
þá var kyndilmessan álíka hátíðisdagur og sjómanna-
A þessum gömlu tímum voru teinæringarnir stolt
hafsins, sem höfðu 19 manna áhöfn, þar sem skipt v;ir
í 22 staði, þrír hlutir voru dauðir, sem skipseigandi°°
fékk, þá var talað um hlutatölu og skippund, en °u
á vélaöldinni um körfur, kitti og tonn.
í gamla daga var veiðarfærið aðeins færisspottm0
með sökku og fatsendum öngultaum, stórum óng|l
og falsara, þá var beitt maðki, öðu, krækling1’
ljósbeitu ræksnum og gormum. Þá var talað um ^3'
andófsmenn, fyrirrúmsmenn, miðskipsmenn, slog'
rúmsmenn og austurrúmsmenn, yfirskipsmenninai
krúsarmanninn, miðskutsmanninn og höfuðið sja^1’
formanninn.
Þá voru orð eins og bróklindi, líftýgill og hálsbofg
á hvers manns vörum, — en skáldið segir:
Hvort sem fleytan er smá
eða seglprúð að sjá,
og hvort sem súðin er tré eða stál
hvort sem knýr hana ár
eða reiði og rár,
eða rammaukin vél yfir ál,
hvert eitt fljótandi skip
ber þó farmannsins svip.
Hann er ferjunnar andi og hafskipsins sí-
. r
Og það var sameiginlegt með hinum gömlu s)°
sóknurum og ykkur núlifandi sjómönnum, sem ger
ið garðinn frægan, að karlmennska, verkasnilld °o
skipstjórnarhæfileikar hafa gengið í arf hjá
ari stétt mann fram af manni frá einni kynsloð
annarrar. Eins og Stjáni blái var forðum háando
maður, en færður aftur í skut til formanns þegar bn01
lending var framundan, eins eigum vér, enn í ^3°
óteljandi vaska og þróttmikla sjómenn, þar seííl
verklagni og þekking á eðli sjávarins fer saman.
þessi stétt er bjargvættur íslenzkrar þjóðar, allt fjaí
magn til endurreisnar uppbyggingar og menntunnar
2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ