Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Page 24
Jón Eyþórsson:
HAFÍSINN
í 1000 lítrum af sjó eru venjulega upp-
leyst um 35 kg. af salti. Slíkt saltvatn
frýs, ef það kólnar í 1.9 stig undir frost-
marki. Þegar sjór byrjar að frjósa, mynd-
ast ísnálar eða ísþynnur í yfirborðinu,
er síðan renna saman í samfellda himnu.
Isinn er úr hreinu, ósöltu vatni. Hann vex
og þykknar á neðra borði, en því hægar
sem þykktin verður meiri. Um 1920 var
íssvæði Norðurskautshafsins talið 8—9
milljónir flatarkm. Síðan mun það hafa
minnkað um 2 milljónir km- vegna mildr-
ar veðráttu.
HAFÍSBKÚNIN
eins og hún venjulega
er í aprílmánuði.
Hafís er orð, sem hljómar illa í eyrum íslendinga.
Þegar fregnir berast um hafís á siglingaleiðum eða
nálægt annesjum, spyrja allir, hvort alvara sé á ferðum,
hvort allar víkur norðan lands kunni að fyllast af ís,
sem liggi þar langt fram á sumar. Enda þótt sú
kynslóð, sem nú er á léttasta skeiði hér á landi, hafi
ekki orðið fyrir neinum teljandi óþægindum af hafís,
situr óhugurinn frá síðustu og verstu ísárunum í vit-
und þjóðarinnar. Þannig hefur þetta verið mann fram
af manni um aldaraðir. Matthías líkir hafísnum við
fjandsamlegan skipaflota, er ræðst óvörum á land*^
og þjóðina:
Ertu kominn landsins forni fjandi ?
Fyrstur varstu enn að landi,
fyrr en sigli-ng, sól og bjargarráð.
Silfurfloti, sendur oss að kvelja,
situr ekki í stafni kerling Helja,
hungurdiskum hendandi yfir láð?
Við vitum, hvaðan hafísinn kemur og hvert han°
4 SJÓMANNAÐAGSBLAÐIÐ