Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Page 26

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Page 26
Útverðir hajsins. Þannig kynnast sjómenn hajísnum ojt á Halamiðum. sömuleiðis milli Noregs og Svalbarða. Aðalútgöngudyr íssins eru því milli Grænlands og Svalbarða suður með austurströnd Grænlands. Nokkuð af ís rekur og suður með Labrador, en mest kveður að borgarís á þeim slóðum. Talið er, að um 20000 teningskílómetrar af ís reki árlega frá íshafinu til suðurlægari hafa. Mikið af ís þiðnar að sumrinu eða gufar upp, einkum í eyja- hafinu norðar af Kanada og fyrir ströndum Síbiríu. Mikið af ísnum velkist mörg ár í íshafinu, eftir að hann myndast, þangað til honum skolar út í hlýrri hafsvæði. Þennan tíma: er ísinn á hægu reki undan vindi og straumi frá. norðurströndum Síbiríu og heimsskautinu að sundinu milli Svalbarða og Græn- lands. Þekkingu á ísrekinu er áfátt, en norðurför Friðþjófs Nansens og rússneska Papanini-leiðangurs- ins hafa sýnt meginhreyfingu ísfillunnar. Það er örlagaríkt fyrir okkur, að meginþungi íss- ins frá Norðurskautshafinu skuli leggjast suður með austurströnd Grænlands — því nær í beina stefnu á Island. Til allra hamingju liggur allharður hafstraum- ur fast fram með austurströnd Grænlands og heldur ísnum að ströndinni og hraðar mjög för hans suður eftir. Undan Scoresbysundi greinist þó kvísl úr Græn- landsstraumnum suðaustur á bóginn, og nær hún aust- ur fyrir ísland og suður um Færeyjar, þar sem hún blandast Atlantshafsvatni eða hverfur undir það. Nefnist straumkvísl þessi Austur-íslandsstraumur. Með honum berst stundum ís austur á móts við Langanes og getur þá sett upp að ströndinni í hörðum norðan- áhlaupum. í öðru lagi er sundið milli Vestfjarða og Grænlands svo þröngt, að það getur hæglega fyllzt landa á milli af ís, einkum ef suðvestan og vestan- átt gerist þrálát. Vestanáttin dregur úr suðurfallinu í Grænlandsstraumnum, en eykur suðaustanfallið 1 Austur-íslandsstraumnum. Verður þetta hvorttvegg)2 til þess að þrýsta ísnum að Vestfjörðum og austur me^ landi að norðan. Auk þess liggur mjó kvísl af Atlants' hafsvatni norður með íslandi að vestan og austan me^ landi að norðan. Er það segin saga, ef ís kemst upp að Horni, að hann rekur viðstöðulaust inn á Hun*1' flóa, nema A-strekkingur standi á móti honum. Vin^' ar hafa mikil áhrif á yfirborðsstrauma hafsins og þar með á ísrekið. Er talið, að 100 cm vindhraði á sekunóu (andvari) valdi straumhreyfingu um 1.77 cm á seh- eða 1.5 km á sólarhring. Venjulegur hraði á ísrekmu í Norðurskautshafsins er talinn 1—2 km á dag, meSt' ur í sept., minstur í aprílmánuði. En vitanlegu er þetta mjög breytilegt. Þess ber að gæta, að hafstraum' ur, sem vindar valda, stefnir um 45° til hægri v1^ vindáttina. Það er auðsætt, að ísrek er miklu h*ttU' legra, ef mikil frost eru samtímis. Þegar ísinn kemst inn á firði og víkur, þar sem sjór er tiltölulega kytr’ frýs hann fljótt í hellu og verður þá þungur í vöfuU' um, þótt vindur standi af landi. , Til eru margar kuldalegar lýsingar á ísárum her 3 landi, en ekki verða þær raktar hér. Sem dæmi m*ctl minna á ísasumarið 1882. í apríl um vorið sást ísbruu úti fyrir öllu Norðurlandi, og dagana 24—26. aprl1 setti ísinn inn í alla firði norðan lands og austa11, Rak ís suður fyrir land og vestur um Ingólfshöfó3- í öðrum og verri ísárum hefur ísinn komizt til Vest' mannaeyja og jafnvel fyrir Reykjanes inn í Faxafl°3' Þegar leið á sumarið, lónaði ísinn sundur annað sl3§' ið, en ekki fór hann að fullu frá Norðurlandi fyrr e11 um höfuðdag. Jók þetta mjög á trú manna á veðuf' bata með höfuðdegi, þegar tíðarfar var erfitt. 6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.