Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Side 52
Hitinn, sem var um og yfir 40 stig í marga daga,
var mér óþægilegur, einkum í höfðinu. I þessu kasti
lá ég um tveggja mánaða tíma, lengst af með hita-
slæðingi, svitaköstum, slappur og ónógur sjálfum mér.
Eg komst á fætur og fór á sjúkrahús til ransóknar,
var þar um þriggja vikna tíma. Eftir að ég kom af
sjúkrahúsinu fór ég að smáhjarna við. Sumarið, hækk-
andi sól hafði sitt að segja, og svo andlegar lækningar,
sem ég er viss um að áttu mikinn þátt í því, að ég komst
að lokum til heilsu og starfs aftur. Einnig skifti það
miklu, góð og nákvæm hjúkrun og atlæti heima
ásamt löngun minni og vilja til að komast aftur til
heilsu. Allt þetta hjálpaðist að, og á að hjálpast að, ef
vel á að fara. Ég fór til sjós um mitt sumar, þá nokkuð
góður og farnaðist vel. Ég fékk hitaköst eftir að ég
fór til sjós. Þessum köstum fækkaði og eru nú horfin
með öllu. Ég hefi það á tilfinningunni, að ég sé alveg
laus við sjúkdóminn. Það vil ég taka fram, að ég
fer varlega í mat og drykki og gæti mín fyrir of-
kælingu.
Þegar maður er veikur, gefst tóm til að hugsa,
þó því að eins, að veikindin taki ekki frá mönnum
ráð og rænu. Ég var svo lánsamur, að hafa engar
líkamlegar þjáningar og gat þess vegna látið hugann
reika. Ég hafði aldrei gert mér grein fyrir sjúkdóm-
um, ég hafði verið blessunarlega laus við þá. Þegar
ég sjálfur var orðinn veikur, fór ég að spyrja, hver
myndi orsökin til þessarar nýrnaveiki. Einhver hlyti
hún að vera, því ekkert gerðist án orsaka. Að sjálfs
mín hyggju varð ég einskis vísari, aðeins beindist
hugur minn og vilji enn sterkara að því, hvernig ég
gæti fengið mig upp úr þessari vesöld. Ég átti afar
erfitt með hægðir í veikindunum, ég varð að nota
meðul að staðaldri. Einn dag kom það til tals, að
náttúruækningamenn ráðlegðu hveitihýði við þess-
um sjúkdómi. Nafngreind kona, sem hefði miklar
kyrrsetur, notaði þetta og reyndist ágætlega. Það varð
úr, að ég fór að nota þetta, byrjaði á litlu og smá
jók skamtinn. Ég hafði enga trú á þessu, en taldi
sjálfsagt að reyna allt sem gæti komið í stað meðala.
Eftir dálítinn tíma fann ég breytingu á mér, varð það
til þess, að ég fékk löngun til að vita eitthvað um
þessa náttúruækningamenn. Ég fékk mér bækur
þeirra, sem þá voru komnar út (og að sjálfsögðu allar
bækur þess og rit síðan), og las þær fordæmalaust.
Þar fann ég rofa fyrir betra lífi, ef aðeins ég hefði
vilja og manndóm til að fara þær leiðir í mataræði
og lífsvenjum, sem þeir benda á.
Ég mátti borða þann mat sem mig langaði í þegar
veikindin voru afstaðin. Ég var vantrúaður á, að það
væri hollt að taka upp sama mataræði og h'fs-
venjur, er ég hafði vanizt. Einkum var ég í vafa»
eftir að ég hafði lesið bækur Náttúrulækningafélags
Islands. Ég var sviftur öllum mat meðan ég lá, vegna
þess, að nýrun gátu ekki leyst sitt hlutverk af hendi
og þurftu hvíldar. Var hvíldartímanum orðinn næg1'
lega langurP Ut frá þessum forsendum, reynslu
annara og lestri Náttúrulækningafélags bókanna,
ákvað ég að fara í matarkúr eða bindindi um óákveð-
inn tíma. Þetta matarbindindi varaði hartnær þrju
ár. Ég braut lítið settar reglur, meðan á þessu stoð-
Það var allajafna ekki sársaukalaust pð sitja dl
borðs með öðrum og sjá þá háma í sig mat, sem 1
áratugi hafði verið mitt hnossgæti. Hvað skal segja
þegar um það er að tefla, að gera tilraun til að na
fullri heilsu, þá er margt leggjandi í sölurnar. Það
versta af öllu vondu, er að svíkja sjálfan sig, þá bregs1
maður öðrum. Ég hafði alla jafnan verið hlutgengm"
þegar um mat var að ræða. Það kom sér vel, að hafa
vanist á nauman matarskamt í veikindunum, þegar
kom til þess að fórna venjulegum mat. Ég ákvað
að hætta við kjöt, fisk, kaffi, te, egg, sósur, kraftsúpuÞ
sykur og salt í mat nema að sáralitlu leyti. Eg
fór inn á mataræði náttúrulækningamanna að
svo miklu leyti er ástæður leyfðu. Þegar e.?
var heima var þetta miklu auðveldara, þá dekraði
konan við mig og miðaði allan matartilbúning v;ð
mínar þarfir. A sjónum varð alLt erfiðara viðfangs»
þar voru aðstæðurnar torveldari og ekki þægilegt a^
vera að malla ofan í hálfgerðann „sjúkling" þegar
nóg var að gera í eldhúsinu við samsetningu á ,,kjarna'
fæðu“ handa fólkinu. Þetta fór venjulega betur eU
áhorfðist, því matsveinarnir og brytarnir voru rner
afar vinveittir, svo ég fékk mitt og leið enga nauð.
Mataræðið þessi tæpu þrjú ár var ekki fjölbreytt. Eg
byrjaði daginn með fjórum glösum af líkamsheitu
vatni. Skömmu síðar borðaði ég hafragraut, skyr'
hræring og brauð og íslenzkt smjör. Hádegisverður>un
voru kartöflur, rúgbrauð, heilhveitibrauð, grautur og
súpur ef þær voru ekki sterkar. Kvöldverður, hafra'
grautur og hveitiklýði, kartöflur og brauð. Auk þesS
át ég hrátt allt nýtt grænmeti, sem ég náði í, einflig
át ég þurkaða ávexti í grautum og niðursoðna í doS'
um. Sem sagt, allir ávextir voru kærkomnir, einrug
laukur og sítrónur. Nú síðustu árin borða ég allaU
algengan mat, þó með þeim undantekningum, að eg
neyti ekki nema % af kjöti og af fiski á móts við
áður fyrr. Ég drekk ekki kaffi né te og borða ekk1
sósur og mengaðar súpur. En meðalstór hrár lauknr
er fastur „liður“ í mataræðinu og ein eða tvær hraar
32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ