Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Blaðsíða 53
A Sjómannadagimi.
§ulrætur, eftir stærð. Ef mér býður svo við að horfa,
Pa fer ég í viku eða nokkurra vikna „kúr“ og hvíli
frá kjöti og fiski. Á þessu mataræði þrífst ég vel.
alveg þungur eins og áður fyrr þegar ég át kjöt
fisk hindrunarlaust. Tæming þarmanna er góð og
an rneðala. Ég drekk ekki með matnum, en á milli
^ala drekk ég af og til vatnsglas, þannig að líkaminn
31 minnst 2 lítra af líkamsheitu vatni á sólarhring auk
Pess^ sem er í matnum. Þetta er það, sem ég vildi
Se§ja. Mörg um finnst sennilega fátt um. Það er ekki
eiþsk'isvert, að’ hafa lifað það og lært meira af lífinu,
PÓtt bezt hefði verið, að kornast hjá því. Nú er líðan
51111 góð og þakka ég það fyrst og fremst mataræðinu.
er viss um að þessi árangur hefði ekki náðst, ef
hefði farið troðnar leiðir, lifað eins og ég gerði
a^Ur en ég veiktist. Menn geta kallað þetta sleggju-
0lna eða órökstuddar fullyrðingar af mér. Ég
t£l að ég hafi hlotið. talsverða andlega og lík-
arulega reynslu gegnum þessi veikindi. Lífslöngun-
er sterkur þáttur í lífi mannanna, öll viljum vér
,°tnast tii heilsu og starfs aftur, ef þess er kostur.
S fann oft hvað lífsþrótturinn átti erfitt uppdrátt-
ar> hvað lítið kul og smá lífsvenjubreyting hafði oft
a Clðum slæm áhrif. Ég mátti vera á stöðugu varðbergi,
að bregðast ekki sjálfum mér. Ég var næmur fyrir
PVl hvað við átti og hvaða matur var heppilegur. Eftir
Pessari eðlisávísun fór ég í megin atriðum og einmitt
Vegna þess, er ég það sem ég er í dag.
er aldrei vissari með sjálfum mér en nú um
gagnsemi mataræðis þess, sem náttúrulækningamenn
halda að einstaklingum og þjóðinni. Ég efa það ekki,
að til séu menn, sem eru það hraustir, að þeir þurfi
ekki að endurskoða matseðilinn sér til heilbrigðis.
Þeir þakki Guði fyrir þá miklu gjöf. En allir hinir?
Hvað er með þá? Þeir, sem eru hvorki heilir eða
sjúkir, þeim er einmitt knýjandi þörf á, að bæta í
sitt daglega fæði krúska, hráum lauk, hráu káli eftir
því er til næst og kornmat með hýði ásamt hreinu
vatni. Þetta er ekkert hégómamál. Það er ekki verið
að fara fram á að fólk hætti við fyrra mataræði, aðeins
að bæta í fæðuna lífefnum. Með því að fara leiðír
náttúrulækninga-manna, verðið þið heilsubetri, lífs-
glaðari og betri, því þá vinnið þið gott fyrir ykkur
sjálf, aðstendendur og þjóðina alla. Bækur og rit
Náttúrulækningafélags íslands fræðir ykkur betur um
þessi mál. Þau ættu að vera á hverju heimili og lesin
fordómalaust, því að í þeim er margt, sem hverjum
manni er skylt að vita.
Hvers virði er lífið þegar heilsuleysi sækir oss
heim ? Samt gerum vér sorglega lítið til þess, að
vernda þessa dýrmætu gjöf Guðs, heilsuna. Daglega
fótumtroðum vér auðsæjar og hollar lífsyenjur og
stöndum svo undrandi og skelfd, þegar afle'.ðing
fylgir orsök gjörða vorra. Jafnvel langvinnir sjúkdóm-
ar og sárasta neyð megnar ekki að vekja oss til
umhugsunar, um skyldur vorrar við lífið og hið dag-
lega brauð þess. Guð hjálpar þeim, sem vilja hjálpa
sér sjálfir. Aðrir eiga ekki hjálpina skilið.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33