Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Side 57
Sækýr veidd með skutli
Sönn frásaga.
^argir halda að sagnirnar um sækýrnar séu þjóð-
Sogur einar og að engar skepnur séu til, sem heitið
Seti þessu nafni. En þessu er ekki svo varið. Sækýr eru
Vlrkilega til og þykja hin furðulegustu dýr, þótt þær
seu ekki alla jafna búnar sumum þeim kostum, er um
§etur í íslenzkum þjóðsögum. Hér fer á eftir frásaga
Um það, þegar ein slík kýr var veidd og hvernig farið
Var að því.
Sskýrnar skiftust í þrjár kynkvíslar. Ein þeirra,
^■hytinidae, er útdauð, en hinar eru Manatidae, og
^alicoridae, ef maður vill nefna þær hinum latnesku
he*tUrn þeirra. Meðal Manatidae er Lamantinan, sem
^undist hefur við Florida ströndina, við strendur
^fasiliu og í Karabiska hafinu, og heldur hún sig
°ftast við árósana og leggur leið sína upp árnar og
Upp í vötn. Þessar sækýr eru gríðarlega skrokkmikl-
ar skepnur með stóran snúð eins og þverkubbaðan
a^ framan og flatan, bogadreginn sporð fyrir hala.
^ækýrnar eru grasætur, en þó miklu meiri sjódýr en
Selirnir, því þær stíga aldrei fæti sínum á land, forfeð-
Ur þeirra eru og annars eðlis, þó hvortveggja hafi í
uPphafi verið landdýr, sem lagzt hafa í vötn. Fólk,
sern kunnugt er á þeim slóðum er sækýr halda sig
1 vótnum upp við bakka í grunnsvæði, segjast hafa
seð þær ganga um á botninum og bíta gras eins og kýr.
TahS
er, að hugmyndirnar um hafmeyjarnar séu
Ijotnnar frá þessum sækúm. Þó það kunni að þykja
otrulegt, að nokkur skuli hafa getað mistekið svo ljóta
shepnu fyrir hafmeyju. En vel kann það að vera,
a® sjómenn þeirra tíma, eftir margra mánaða útivist,
hafi ekki verið svo nákvæmir hvað snerti hrifni þeirra
^f'r kvennlegri fegurð, og því hafj þeim missýnst er
Þeir urðu varir við sækýr í sjólokunum troðandi
marv-aðann og þrýstandi kálfum sínum að brjósti
Ser> og hafi þeir því álitið þetta mannlega veru.
f*að er staðreynd, að kvendýrið gefur ungum sín-
Um að sjúga með því að halda þeim að brjósti sér.
f|að er ýmislegt .í líkamsbýggingu sækúnna, sem bendir
t'l hófdýranna, jafnvel að þær séu af ættstofni fílanna.
Blaðamaður frá Bandaríkjunum, sem ferðaðist til
Guatemala segir svo frá kynnum sínum af einni slíkri
belju, sem hann sá veidda: Frá höfuðborginni í Guata-
mala tók ég mér far út að Izabal vatninu. Amerískur
ofursti, sem ég þekkti, hafði sagt mér, að hann hefði
séð sækýr á beit þar í vatninu. I E1 Estor, norðanmegin
við vatnið, spurði ég um hvort þar væri nokkur, sem
hefði veitt sækýr. Smávaxinn maður, að nafni
Tranquilino Garcia, gaf sig fram. „Eg er víst sá e:ni,
sem eftir er af þeim, sem stundað hafa slíka veiði,“
sagði Tranquilino. „Þegar ég var drengur, var ég
vanur að fara í slíkar veiðifarir með afa mínum,
föður og bræðrum, en nú er ég einn eftir.
Tranquilino tottaði pípu sína, veifaði handleggn-
um og sagði: „Þessar skepnur halda sig hinumegin
í vatninu. Þær lifa á grasi, sem þær bíta á vatnsbotn-
inum, en verða að koma upp að yfirborðinu með
vissu millibili til að anda. Ég mun nú fara í ein-
trjáningi rnínum á undan, en þú fylgir mér eftir með
myndavélina í öðrum eintrjáningi."
Hinumegin við vatnið stigum við úr bátnum í
smáþorpi, sem vel hefði getað verið einhverstaðar
á Suðurhafseyjunum. Húsin voru úr strái og fyrir
framan þau á ströndinni, sátu konur á aldrinum frá
12 til 60 ára og muldu pálmahnetur, en úr kjörnum
þeirra er unnin olía. Konurnar voru í bláum kirtli
einum fata, og um hálsinn höfðu þær rauða háls-
festi. Hin brúnu brjóst þeirra risu og féllu í takt
við hreyfingar þeirra við að brjóta hneturnar, þegar
við spurðum þær, gáfu þær merki með höfðinu og
svöruðu: „Það er fullt af sækúm þarna í víkinni.“
Tranquilino settist nú upp í eintrjáning sinn, sem
ekki var stærri en það að hann gat aðeins rúmað
hann einann, hann beit fast um pípu sína og greip
hina tvíblaða ári og réri hægt og hljóðlega út eftir
rennisléttu vatninu. Við eltum hann í nokkuð stærri
eintrj áningi.
Við fikuðum okkur rólega út eftir fimm metra
djúpri víkinni, þar til Tranquilino hélt allt í einu
uppi hendinni. Orfáum áratogum framundan sáum
við hinn spegilfagra yfirflöt vatnsins brotna á gljá-
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37