Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Page 62

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Page 62
íslandsferð með togara cftir Alan Moray Williams blaðamann Miðvikudagur 7. apríl. Um borð í íslenzka togaran- um Júlí á leið til Islands. Eg lagði af stað með járnbrautarlest frá Cambridge snemma í morgun, og kom til Grimsby kl. 2 e. h. Fór ég þegar eins og fyrir mig hafði verið lagt til skrifstofu Rinovia, sem er togaraafgreiðsla. Þaðan hélt ég til útflytjendaskrifstofunnar og fékk vegabréf mitt í lag. Togarinn átti að leggja úr höfn kl. 6, en mér var sagt að koma um borð kl. 5. Grimsby virðist vera lítill óþrifalegur bær og ber þar mest á fiski og fiskiðnaði. Stórir stampar fullir af ísfiski voru fluttir frá markaðnum og komið fyrir í járnbrautarlestunum við höfnina, flutningabílar fóru skröltandi framhjá, hlaðnir fiski. Um 200 togarar lágu í höfninni. Eg fékk mér ágætis „fisk og te“ á matsölustað rétt hjá járnbrautarstöðinni, sendi bréfspjald til skyldfólks míns og sagði því, að ég væri að leggja af stað. Fór síðan til togaraafgreiðslunnar og sótti tvær ferðakistur, sem ég átti geymdar þar, en verkamaður fylgdi mér í bíl niður að skipi. JÚIÍ er einn hinna nýju stóru íslenzku togara, en sama útgerðarfélag á tvo aðra togara, sem heita Maí og Júní. Júlí kom með góðan afla til Grimsby, og seldist hann fyrir rúm 12 þúsund sterlingsbund. Einnig bjargaði hann í þessari ferð skipshöfninni af breska togaranum Lord Ross, sem strandaði í Faxaflóa. Skipshöfnin mátti því vera ánægð með ferðina. Þegar ég kom um borð fór ég upp í brú og hitti skipstjórann, en hann er lágur þrekvaxinn maður, rjóð- ur í kinnum og talar góða ensku. Eftir að hafa þakkað honum fyrir að vilja flytja mig til Islands, fylgdi einn 'hásetanna mér til hásetaklefans. Þetta var eldri maður, neflangur og kinnfiskasoginn. Eina orðið, sem hann virtist kunna í ensku var „O.K.“ Togarar flytja ekki farþega að staðaldri og hafa því ekki neitt sérstakt farþegarúm, og verða þeir, sem með þeim ferðast, að sofa í sömu íbúðum og skips- höfnin. Hásetaklefinn hér er 40 ferfet, en rúm og fataskápar eru til beggja hliða, en borð með skorðum á er í miðið. Rúmin eru mjög lítil, — á stærð við líkkistu — og dýna og ögn af æðardún eru einu rúmfötin. Eg lét farangurinn í „líkkistuna mína“, skifti UIT1 föt og fylgdist með undirbúningnum undir brottfðr* ina. Olíuskip kom að skipshliðinni og dældi hundruð- um gallona af olíu um borð í Júlí, en brátt tók vélin að snúast og við héldum úr höfn. Við siglum norður með austurströnd Bretlands og myrkrið fellur á. Eg er búinn að skoða skipið, sem eins og allir aðrir togarar skiftast í þrjá aðalhluta. Vélarrúmið miðskipa (þar er allt útatað í olíu), stýrishúsið, en þar undir er káeta skipstjórans, eldhús og borðsalur aftur í, eC1 þar undir eru íbúðir og sömuleiðis fram í. Júlí er nýmálaður. Skrokkurinn er svartur að utan> en öldustokkurinn dökkbrúnn að innan. Reykháfur-' inn er dökkrauður og á hann er málaður bókstafur- inn „H“, er upphafsstafur heimahafnar Júlí, Hafnar- fjarðar. A þilfarinu ægir saman vírum, netum °S öðrum veiðarfærum auk þungra „járnbobbinga“. Skipverjar eru 15 að tölu. Flestir þeirra eru enskar húfur og í skinnvestum útötuðum í tjöru- Til þessa tíma hef ég ekki talað við neinn nema skip' stjórann og Jón, manninn sem fylgdi mér niður 1 hásetaklefann. Ég kem mér ekki að því, ganga mannanna og kvnna mig fyrir þeim með því að heilý3 þeim með handabandi, en B. sagði mér, að á Is' landi heilsuðust allir með handabandi. Þeir í hásetaklefanum hafa horft undrandi á mig og litið mig grunsömum augum, svipað eins og e§ gæti hugsað mér fiska horfa á lík meðal þeirra. Emi1 eða tveir hafa spurt mig á bjagaðri ensku hver CS væri og hvert ég væri að fara, en það er allt og sum£- Kanski er það feimni á báða bóga? Um 9 leytið kom hjálparkokkurinn, laglegur lj°s' hærður piltur um 18 ára gamall, sem nú geSn>f störfum aðalkokksins, sem er í fríi, og segir kvöldverðurinn sé framreiddur. Ég fór upp í og borðaði fisk, kartöflur, brauð og drakk te. Skip' mér aö borðsal 42 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.