Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 19

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 19
Dvalarheimili aldraðra sjómanna. S\ipulagið á lóðinni. ingu á „Lillehjemmet“, vistmannaheimili, sem er í smíðum í Kaupmannahöfn og á að vera af nýj- Ustu gerð og byggt á reynslu manna, sem hafa séð sitt af hverju á þessu sviði, tilfærir greinar- höfundur einskonar einkunnarorð þeirra, sem standa fyrir framkvæmdunum, en það eru ein- staklingar, sem ekki geta sætt sig við fram- kvæmdir bæjarfélagsins og hafa því tekið málið í sínar hendur: „Veiklað og gamalt fólk ætti að eiga þess kost, helzt í sinni sveit, að geta búið á og viðhaldið eigið heimil, lifað þar sínu einkalífi og haft sam- band við vini og ættingja; fengið uppfylltar óskir sínar eftr því sem við á og með þarf, ýmist um ró og næði eða samfélag við fólk, þannig að því finnist að athafnafrelsi þess sé óheft, en þó um- vafið persónulegri umönnun í anda náunga- kærleikans, en verndað fyrir truflandi áhrifum Wargmennisstofnunar." Hér er vissulega mikið í fang færzt, en greinar- höf. segir að svo vel sé allt hugsað og undirbúið a þessu heimili, að jafnvel svona háleitt mark- Qúð eigj a§ vera framkvæmanlegt. Hvert gamal- Oienni muni fá þar sitt eigið herbergi með smá anddyri, en út frá því sé snyrtiherbergi og fata- geymsla. Vistmenn muni fá leyfi til þess að búa herbergin húsgögnum eftir eigin vali, — en um það er „Lillehjemmet“ brautryðjandi segir höf. Hver einstakur á að hafa leyfi til að vera útaf fynir sig, ef hann æskir þess og geta haft það á tilfinningunni, að hann sé „heima hjá sér“ með tá búshluti, sem hann er vanur að hafa í kring- oni sig. En þar verða einnig góð skilyrði til við- eigandi „samkvæmislífs“. Vistmenn mega taka á nioti gestum, þegar þeir óska þess, og fastir heim- soknartímar verða ekki. Utanbæjargestum vin- oni eða ættingjum mega þeir taka á móti og lofa að vera, en það verður þó eftir því sem ástæður leyfa.“ Þetta var um nýtt gamalmennahæli í Kbh. En greinarhöf. tilfærir fleira um skoðanir fólks á þessum málum. Og hér kemur frásögn um við- horf manna til vistmannaheimilis í „Bæ gamla fólksins“ (De gamles By). „Það er eins og hann sé ekki lengur í lifenda tölu . . .,“ segir dóttirin, en faðir hennar er vist- maður á einni deildinni í Bæ gamla fólksins. „Það eru þung spor að heimsækja hann.“ — „Hvernig stendur á því?“ spyr greinarhöfundur, — „vegna þess að honum er meinað að lifa eins og maður,“ bætir hún við. „Mér er vel ljóst, að hann er nokkuð veiklaður, hann verður að hafa sérstaka hjúkrun og þarf því að vera á hæli. En hvers vegna þurfa vistheimilin að hafa þennan stofnanablæ yfir sér, sem kæfir allan persónu- leika einstaklinganna? Þetta gildir um alla vist- mennina þarna í gamalmennabænum. Manni finnst þeir vera naktir, svo gersamlega eru þeir flettir öllu sjálfstæði. Ég er hugsjúk í hvert sinn er ég geng út þaðan . . .“ Hún ræddi við mig um framkvæmdir í þá átt að koma upp reglulegum heimilum fyrir hið aldraða fólk, ekki „stofnun- um.“ Athuganir hennar eru athyglisverðar af því faðir hennar var einmitt vistmaður á splunku- nýrri deild sem bæjaryfirvöldin höfðu látið koma á laggirnar, og þar var allt nýtízkulegt og ráða- menn bæjarins mjög hreyknir af. Er þróunin þá hér á villigötum? Svo mætti virðast. „Hreinlætistækni er þarna öll hin fullkomn- asta. Stofurnar bjartar og rúmgóðar, og á hverri hæð stórar setustofur með nýtízku húsgögnum. Allt er skínandi af hreinlæti. Hvítu flísarnar í baðklefunum eru óteljandi, og eldhúsið er draum- ur, úr ryðfríju stáli og lakkeruðum skápum og SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.